Sport

Sjáðu Ernu kasta kúlunni yfir sautján metra fyrst íslenskra kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir náði risabætingu um helgina og um leið og hún kastar kúlunni lengra þá bætir hún Íslandsmetið.
Erna Sóley Gunnarsdóttir náði risabætingu um helgina og um leið og hún kastar kúlunni lengra þá bætir hún Íslandsmetið. Instagram/@erna_soley

Erna Sóley Gunnarsdóttir setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi um helgina á Texas Relays móti í Austin Texas-fylki og náði þá fyrst yfir sautján metra.

Erna Sóley kastaði kúlunni alls 17,29 metra og bætti gamla metið um heila 52 sentimetra sem er engin smá bæting.

Erna Sóley átt sjálf Íslandsmetið sem var kast upp á 16,77 metra í maí á síðasta ári.

Erna á nú fjögur lengstu köst sögunnar utanhúss. Hún kastaði fyrst lengra en gamli methafinn, Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, í fyrra og hefur nú náð mörgum lengri köstum síðan þá.

Erna Sóley er nýorðin 22 ára gömul og er því líkleg til að bæta metið enn frekar haldi hún áfram á sömu bætingabraut.

Hún er á þriðja ári í námi sínu við Rice háskólann sem er í Houston í Texas fylki í Bandaríkjunum.

Erna setti myndband af sér slá metið en það má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×