Erna Sóley kastaði kúlunni alls 17,29 metra og bætti gamla metið um heila 52 sentimetra sem er engin smá bæting.
Erna Sóley átt sjálf Íslandsmetið sem var kast upp á 16,77 metra í maí á síðasta ári.
Erna á nú fjögur lengstu köst sögunnar utanhúss. Hún kastaði fyrst lengra en gamli methafinn, Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, í fyrra og hefur nú náð mörgum lengri köstum síðan þá.
Erna Sóley er nýorðin 22 ára gömul og er því líkleg til að bæta metið enn frekar haldi hún áfram á sömu bætingabraut.
Hún er á þriðja ári í námi sínu við Rice háskólann sem er í Houston í Texas fylki í Bandaríkjunum.
Erna setti myndband af sér slá metið en það má sjá hér fyrir neðan.