Draumur óléttrar Dagnýjar rættist Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 07:30 Dagný Brynjarsdóttir og Brynjar Atli sonur hennar voru eitt sólskinsbros þegar þau fengu óvænt að hittast fyrir leik í gær að frumkvæði forráðamanna West Ham. @westhamwomen/Getty Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins West Ham komu íslensku landsliðskonunni Dagnýju Brynjarsdóttur afar skemmtilega á óvart fyrir leikinn við Brighton í Lundúnum í gær. Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti. Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Sjá meira
Áður en að leikmenn gengu inn á völlinn í gær kom óvæntur gestur að hitta Dagnýju og liðsfélaga hennar. Það var hinn þriggja ára gamli Brynjar Atli, sonur Dagnýjar, sem í tilefni af mæðradeginum í Bretlandi fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn. We had a very special mascot for today's match to celebrate #MothersDay ❤️⚒ @dagnybrynjars pic.twitter.com/D3iaBk3ADK— West Ham United Women (@westhamwomen) March 27, 2022 Af myndum að dæma kom uppátæki West Ham-manna Dagnýju mjög skemmtilega á óvart og þrátt fyrir að vera vissulega svekkt eftir 2-0 tap í leiknum þakkaði hún félaginu fyrir ógleymanlega stund. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Miður mín yfir því að við skyldum ekki fá neitt út úr leiknum í dag. Þetta hefði verið fullkomið með sigri. Í dag fékk ég að ganga inn á völlinn, haldandi í hönd sonar míns í fyrsta sinn frá því að hann fæddist. Þetta var mjög sérstök stund fyrir mig, fyrir okkur bæði,“ skrifaði Dagný á Instagram eftir leik. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var ólétt. Þetta var draumur sem rættist. Takk fyrir þessa óvæntu stund West Ham Women. Ég hlakkaði svo mikið til að taka í fyrsta sinn mynd af mér með syni mínum eftir leik. Þakklát fyrir þetta ótrúlega félag, starfsfólkið og liðsfélagana,“ skrifaði Dagný og óskaði öllum „mögnuðu mömmunum þarna úti“ til hamingju með daginn. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný er að vanda í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar vegna leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékkland í undankeppni HM. Fyrst á hún þó fyrir höndum leik með West Ham gegn Manchester City næsta laugardag. West Ham er í 7. sæti af tólf liðum ensku úrvalsdeildarinnar, nú stigi á eftir Brighton, en City er í 4. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Í beinni: Man. City - Real Madrid | Hvor risinn fellur? Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Sjá meira