Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 10:04 Anna Kristín (t.v.) og Margrét Hrund í vinnslunni í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær. Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira