Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2022 14:01 Persónuvernd sektaði ekki ónafngreinda skólann. Vísir/Vilhelm Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum. Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna. Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Telur stofnunin ámælisvert að grunnskólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið er í persónuverndarlögum. Skólinn er ekki nafngreindur í úrskurðinum. Að sögn stjórnenda við skólann var meðal annars óskað eftir áliti fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun í tengslum við málið. Í kjölfarið hafi skólinn unnið að aðgerðaáætlun í málinu varðandi þrjá nemendur, þar með talið barn þeirra foreldra sem kvörtuðu til Persónuverndar. Skólinn segir að aðgerðaáætlunin, sem innihélt viðkvæmar upplýsingar um greiningu barns kvartenda, hafi fyrir mistök verið send í viðhengi með tölvupósti til foreldra hinna tveggja barnanna sem áætlunin tók til. Láðist að útbúa ólík skjöl Haft er eftir stjórnendum í úrskurði Persónuverndar að láðst hafi að útbúa þrjú mismunandi eintök, eitt fyrir hvern aðila, þar sem upplýsingar um önnur börn væru afmáð. Í stað þess hefði sama skjalið verið sent á foreldra allra þriggja barnanna sem komu að málinu. „Í svörum skólans kemur fram að um leið og atvikið hafi uppgötvast hafi tölvupósturinn verið afturkallaður og rétt skjal sent. Haft hafi verið samband við viðtakendur póstsins og þeir staðfest að hafa ekki lesið tölvupóstinn og að þeir myndu eyða honum ef afturköllun gengi ekki eftir. Því næst hafi málið verið tilkynnt til Persónuverndar sem öryggisbrestur,“ segir í úrskurðinum. Einnig hafi foreldrar barnsins verið upplýstir um málið og beðnir afsökunar af skólanum og sveitarfélaginu. Að sögn skólastjórnenda höfðu viðtakendur verið viðloðandi meint eineltismál frá því að það kom fyrst upp og eðli málsins samkvæmt haft upplýsingar um efni málsins áður en tölvupósturinn var sendur. Persónuvernd telur að ekki hafi verið heimild til miðlunar grunnskólans á persónuupplýsingum um barn kvartenda með þessum hætti. Breyti þar engu þótt viðtakendur tölvupóstsins kunni að hafa haft vitneskju um innihald skjalsins að einhverju leyti, líkt og skólinn hafi haldið fram. Persónuvernd sé ekki í aðstöðu til að sannreyna slíkt. Þá telur stofnunin að skólinn hafi ekki tryggt viðeigandi öryggi upplýsinganna líkt og áskilið sé í persónuverndarlögum og reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Persónuvernd taldi ekki ástæðu til þess að sekta skólann vegna brotanna.
Persónuvernd Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira