„Kom aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:30 Elín Metta Jensen á stóran þátt í því að Ísland spilar á EM í Englandi í sumar en hún skoraði sex mörk í undankeppninni, þar á meðal dýrmætt mark í 1-1j jafntefli gegn Svíþjóð og tvö mörk í 4-1 sigri gegn Ungverjum. EPA-EFE/Tibor Illyes Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gat valið Elínu Mettu Jensen í landsliðshóp sinn í dag, í fyrsta sinn síðan í júní á síðasta ári. Hann var spurður út í sögusagnir þess efnis að Elín Metta hefði ætlað að hætta í fótbolta. „Ég ræddi við hana um þetta en hún sagði mér aldrei að hún væri hætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Elín Metta missti af landsleikjum síðasta haust vegna meiðsla en hefur jafnað sig af þeim og spilað með Val í vetur. Í byrjun þessa mánaðar var því hins vegar haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þessi mikla markamaskína hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 27 ára gömul. Elín Metta svaraði því til við Vísi að það væri einfaldlega rangt en hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Þorsteinn sá engu að síður ástæðu til að heyra hljóðið í Elínu Mettu en eins og fyrr segir fékk hann þá staðfestingu á því að Valskonan yrði áfram til taks fyrir landsliðið sem er á leið í afar mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl og svo í lokakeppni EM í Englandi í júlí. „Reyndar voru þessar fréttir að koma þegar við vorum úti og maður var ekki mikið að stressa sig á þessu þá,“ sagði Þorsteinn sem var með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Bandaríkjunum undir lok febrúar. „Það kom alla vega aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt í fótbolta,“ sagði Þorsteinn en vildi ekki fara nánar út í samskipti sín við Elínu Mettu. Klippa: Þorsteinn um orðróm um Elínu Mettu HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2022 í Englandi Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Ég ræddi við hana um þetta en hún sagði mér aldrei að hún væri hætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Elín Metta missti af landsleikjum síðasta haust vegna meiðsla en hefur jafnað sig af þeim og spilað með Val í vetur. Í byrjun þessa mánaðar var því hins vegar haldið fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að þessi mikla markamaskína hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 27 ára gömul. Elín Metta svaraði því til við Vísi að það væri einfaldlega rangt en hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Þorsteinn sá engu að síður ástæðu til að heyra hljóðið í Elínu Mettu en eins og fyrr segir fékk hann þá staðfestingu á því að Valskonan yrði áfram til taks fyrir landsliðið sem er á leið í afar mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl og svo í lokakeppni EM í Englandi í júlí. „Reyndar voru þessar fréttir að koma þegar við vorum úti og maður var ekki mikið að stressa sig á þessu þá,“ sagði Þorsteinn sem var með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Bandaríkjunum undir lok febrúar. „Það kom alla vega aldrei til tals hjá henni að hún væri hætt í fótbolta,“ sagði Þorsteinn en vildi ekki fara nánar út í samskipti sín við Elínu Mettu. Klippa: Þorsteinn um orðróm um Elínu Mettu
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2022 í Englandi Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10 Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Sara snýr aftur í landsliðið Sara Björk Gunnarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM í næsta mánuði. Sara hefur ekki leikið með landsliðinu í rúmt ár vegna barneigna. 25. mars 2022 13:10
Kynnti hópinn sem mætir Tékkum í algjörum lykilleik Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag tilkynnti Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hvaða leikmenn færu í leikina mikilvægu við Hvíta-Rússland og Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins. 25. mars 2022 13:01