„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 12:01 Það reynir mikið á Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, eftir sex tapleiki í röð í öllum keppnum þar af fimm deildartöp í röð. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni. Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira