„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 12:01 Það reynir mikið á Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, eftir sex tapleiki í röð í öllum keppnum þar af fimm deildartöp í röð. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni. Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira