„Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 12:01 Það reynir mikið á Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, eftir sex tapleiki í röð í öllum keppnum þar af fimm deildartöp í röð. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni. Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Stjörnumenn fengu langt hlé til að laga hlutina fyrir leik á móti einu neðsta liði deildarinnar en töpuðu á móti Gróttu á heimavelli á miðvikudagskvöldið. Eftir fimm tapleiki í röð þá var komið að því að Seinni bylgjan færi vel yfir það sem væri að í Garðabænum. „Förum núna aðeins að einbeita okkur að Stjörnuliðinu. Hvað er að hjá Stjörnunni? Við erum búnir að skipta þessu upp í fjóra kafla,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer eitt: Þeir nýta ekki dauðafærin. Nýta ekki færin þegar á reynir „Þetta er náttúrulega risafaktor í handbolta, strákar,“ sagði Stefán Árni. „Erum við ekki að tala um að þeir nýti ekki dauðafærin þegar á reynir? Það er mín sýn á þetta. Þegar þeir þurfa virkilega á því að halda að skora þá klikka þeirra,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer tvö. Varnarleikurinn er eins og gatasigti. „Varnarleikurinn er oft á tíðum bara hörmulegur,“ sagði Stefán Árni. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að hjá Stjörnunni? Það er eitthvað í gangi „Það er eitthvað í gangi því þeir eru alveg með mannskap til að spila frábæra vörn. Ég er ekki með neinar innherjaupplýsingar þarna eða neitt en þeir ætla sér pottþétt að spila betri varnarleik en þeir eru að sýna. Þeir eru alveg með nöfn í markinu til að standa undir því,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer þrjú. Gunnar Steinn og Tandri. „Við þurfum að sjá meira frá þessum tveimur leikmönnum. Gunnar Steinn skýtur einu sinni á markið í leiknum í gær og er lítið áræðinn. Patti er ekki að ná að láta Tandra virka nógu vel í þessu Stjörnuliði,“ sagði Stefán Árni. Menn að rífast inn á vellinum „Það var þarna atvik um daginn milli Tandra og Gunnars Steins. Ef þetta hefði ekki verið á Íslandi þá hefði verið miklu meira gert úr því. Menn að rífast inn á vellinum. Það er eitthvað í gangi innan liðsins og það eru ekki allir að ganga í takt,“ sagði Rúnar. Fjórþáttagreining Seinni bylgjunnar. Númer fjögur: Lítil markvarsla. „Markvarslan er síðan ekki nógu góð,“ sagði Stefán Árni. „Patrekur þarf að breyta þessu og hann þarf eiginlega að breyta öllu,“ sagði Bjarni. „Ef vörnin er mjög opin þá geta þessir markmenn ekki getað meira heldur en einhverjir aðrir,“ sagði Rúnar. Voru eitt heitasta liðið fyrir áramót „Ef þeir ætla ekki að bara líta illa út í úrslitakeppninni Þá verða þeir að setjast niður og hreinsa andrúmsloftið,“ sagði Rúnar. „Þetta var eitt heitasta liðið fyrir áramót og við vorum að velta því fyrir okkur hvort þeir gætu farið alla leið. Stjarnan dettur bara út í átta liða úrslitum ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Stefán Árni. „Þetta eru góðir karakterar og ég er ekki sammála því að það sé eitthvað vesen þótt Gunnar Steinn og Tandri hafi verið eitthvað að rífast þarna. Það sýnir bara að þeim er ekki alveg sama. Maður hefur alveg lent í öðru eins,“ sagði Bjarni. Þá finna alla umfjöllunina um ástandið hjá Stjörnunni hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira