Rúnar Alex kvaddi Arsenal með landsliðið í huga en gæti snúið aftur Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 16:01 Rúnar Alex Rúnarsson ver mark OH Leuven í vetur en liðið er um miðja deild í Belgíu. Getty Rúnar Alex Rúnarsson segir erfitt að svara því hvort að hann sækist eftir því að verða hluti af markmannateymi Arsenal á næstu leiktíð eða kjósi að vera hjá öðru félagi þar sem líklegra sé að hann spili fleiri leiki. Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira