Körfubolti

Kyrie Irving má hér eftir spila heimaleiki Brooklyn Nets

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving með Kevin Durant en spilað nú loksins saman á heimavelli í næsta leik Brooklyn Nets.
Kyrie Irving með Kevin Durant en spilað nú loksins saman á heimavelli í næsta leik Brooklyn Nets. Getty/Maddie Malhotra

Borgarstjóri New York hefur ákveðið að létta á sóttvarnarreglum í borginni frá og með deginum í dag sem opnar dyrnar fyrir óbólusetta leikmenn New York liðanna.

Síðustu mánuði hafa leikmenn félaganna í New York ekki mátt spila heimaleikina ef þeir eru ekki bólusettir við kórónuveirunni. Óbólusettir leikmenn mótherjanna sem og óbólusettir áhorfendur máttu samt spila og mæta á leikina.

Þetta ósamræmi hefur auðvitað hneykslað marga og mesta athyglin hefur verið á körfuboltamanninum Kyrie Irving sem spilar með liði Brooklyn Nets.

Borgarstjórinn Eric Adams hefur staðið fast á sínu og ítrekað sagt að íþróttamenn fái hvorki forgang né sérmeðferð þegar kemur að því að aflétta sóttvarnarreglunum. Nú hefur hann hins vegar loksins opnað fyrir þátttöku óbólusettra leikmanna.

Þessar fréttir þýða að Kyrie getur spilað sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu um komandi helgi en Brooklyn liðið spilar næst heima á sunnudaginn.

Irving skoraði 43 stig og gaf 8 stoðsendingar í útisigri á Memphis Grizzlies í nótt og er með 28,5 stig og 5,5 stoðsendingar að meðaltali þrátt fyrir að hafa aðeins spilað útileiki á þessari leiktíð.

Létt er á reglunum rétt áður en hafnaboltatímabilið fer í gang og því geta óbólusettir leikmenn New York Yankees og Mets einnig tekið þátt í heimaleikjum liða sinna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×