Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2022 13:18 Ríkharður Daðason keypti bréfin í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Vísir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar um viðskipti stjórnenda og nákominna aðila en Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Auk Ríkharðs keyptu minnst tveir aðrir aðilar tengdir stjórn og yfirstjórn bankans hluti í útboðinu. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti 469 þúsund bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar 11 milljónir. Hlutirnir voru allir keyptir á genginu 117 krónur líkt og önnur viðskipti í útboði Bankasýslunnar þar sem 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka var selt til fagfjárfesta. Við lokun markaða í gær var gengi bréfa í Íslandsbanka komið í 124,6 krónur á hlut og var því 6,5% hærra en söluverð bankans í útboðinu. Var samanlagt virði þeirra hluta sem þremenningarnir festu kaup á því komið í 99,15 milljónir króna í gær, eða rúmum sex milljónum króna yfir kaupverði þeirra. Verð bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað aftur það sem af er degi og stendur í 123,8 krónum. Skuldsetning félagsins veki upp spurningar Ríkharður Daðason keypti bréfin í Íslandsbanka í gegnum félag sitt RD Invest ehf. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því á Alþingi í dag að nýjasti birti ársreikningur eignarhaldsfélagsins sýni að í lok 2020 hafi það verið með neikvætt eigið fé upp á 135 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir við tengda aðila upp á tæpar 122 milljónir króna. „Þetta er eitthvað sem vekur upp spurningar um það hvernig fagfjárfestar voru valdir. Þetta og ýmislegt fleira er eitthvað sem við þurfum að ræða í þessum þingsal,“ sagði Jóhann Páll. Einungis stóð takmörkuðum hópi fagfjárfesta til boða að taka þátt í útboði Bankasýslunnar á þriðjudag. Mjög takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar um þátttakendur í útboðinu fram að þessu. Búist er við að upplýst verði um kaupendur eftir að viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir aukinni umræðu um söluna á hlutum ríkissjóðs á þinginu og hefur forseti Alþingis orðið við þeirri kröfu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02
Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. 23. mars 2022 09:48