Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2022 10:04 Eldflaugin fór í rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og lenti rúmum þúsund kílómetrum frá skotstað. AP/Eugene Hoshiko Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Yfirvöld í Japan hafa fordæmt vopnatilraunina, sem er bönnuð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá segir AP fréttaveitan að mögulega standi til að sækja eldflaugina á hafsbotn svo hægt sé að greina eldflaugatækni Norður-Kóreu betur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur fjölmörgum eldflaugum verið skotið á loft frá Norður-Kóreu. Þann 16. mars sprakk ein slík í loft upp skömmu eftir skot en hún var einnig talin vera langdræg. Þetta var tólfta eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Embættismenn þar halda því fram að markmiðið sé að koma gervihnetti á loft en það hefur verið dregið í efa. Eldflaugin sem skotið var á loft í morgun er talin vera af nýrri gerð og var henni skotið í rúmlega 6.200 kílómetra hæð og lenti hún um 1.080 kílómetrum frá skotstað, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar sem vitnar í herforingjaráð Suður-Kóreu. Talin drífa 13 þúsund kílómetra Eldflaugin er talin geta borið nokkur kjarnorkuvopn um þrettán þúsund kílómetra. Þetta er í fyrsta sinn frá 2017 sem Kóreumenn gera tilraun með svo langdræga eldflaug. Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum árum og hafa lokanir landamæra ríkisins vegna útbreiðslu Covid gert vont ástand verra. Þrátt fyrir efnahagsvandræðin og skort á nauðsynjum hefur ríkisstjórn Kims ekkert gefið eftir í eldflaugaáætlun ríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41 Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Yfirvöld í Japan hafa fordæmt vopnatilraunina, sem er bönnuð samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá segir AP fréttaveitan að mögulega standi til að sækja eldflaugina á hafsbotn svo hægt sé að greina eldflaugatækni Norður-Kóreu betur. Undanfarnar vikur og mánuði hefur fjölmörgum eldflaugum verið skotið á loft frá Norður-Kóreu. Þann 16. mars sprakk ein slík í loft upp skömmu eftir skot en hún var einnig talin vera langdræg. Þetta var tólfta eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu á þessu ári. Embættismenn þar halda því fram að markmiðið sé að koma gervihnetti á loft en það hefur verið dregið í efa. Eldflaugin sem skotið var á loft í morgun er talin vera af nýrri gerð og var henni skotið í rúmlega 6.200 kílómetra hæð og lenti hún um 1.080 kílómetrum frá skotstað, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar sem vitnar í herforingjaráð Suður-Kóreu. Talin drífa 13 þúsund kílómetra Eldflaugin er talin geta borið nokkur kjarnorkuvopn um þrettán þúsund kílómetra. Þetta er í fyrsta sinn frá 2017 sem Kóreumenn gera tilraun með svo langdræga eldflaug. Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum árum og hafa lokanir landamæra ríkisins vegna útbreiðslu Covid gert vont ástand verra. Þrátt fyrir efnahagsvandræðin og skort á nauðsynjum hefur ríkisstjórn Kims ekkert gefið eftir í eldflaugaáætlun ríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41 Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. 16. mars 2022 09:41
Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23
Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28