Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 20:05 Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir fólk smita mest þegar það er lasið. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira