Þrjú börn hafa flúið Úkraínu hingað án forráðamanns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 22:31 Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Þrjú börn frá Úkraínu eru í umsjón barnaverndarnefnda eftir að þau komu án forráðamanna til landsins. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01