Keypti Kjarvalsverk og gjaldeyri með peningum tíræðra systra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 08:00 Konan keypti Evrur fyrir rúmar tvær milljónir króna í það minnsta og Bandaríkjadali fyrir minnst 350 þúsund krónur. Þess utan er hún sökuð um að hafa dregið sér áttatíu milljónir króna af reikningum systranna. Getty Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli konu á sextugsaldri, sem er ákærð fyrir að hafa féflett tvær systur á tíræðisaldri, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún er sökuð um að hafa ráðstafað tæpum 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu. Systurnar eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Fram kom í vitnisburði í dómsal í gær að systurnar hafi til að mynda átt fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæðinni í sömu blokk. Eldri systirin hafi alltaf verið búsett hér á landi en sú yngri lengi vel búið í Bandaríkjunum og á þeim árum hafi sú eldri annast öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 og hafði þá glímt við alkóhólisma um nokkurt skeið, sem farinn var að hrjá hana sérstaklega á þeim tíma sem hún flutti aftur til landsins. Fljótlega eftir heimkomuna varð ljóst að hún þyrfti meiri aðstoð en áður og var því lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna fjármálum hennar. Fékk umboð til að sinna fjármálum systranna Eldri systir hennar var þá búsett í Reykjavík, eins og áður, en tók alfarið að sér að sjá um fjármál systur sinnar. Systurnar eru báðar ógiftar og barnlausar en eiga systkinabörn, sem mörg sögðu fyrir dómi í gær að þau hefðu verið nokkuð náin systrunum, eins og almennt gengi og gerðist innan fjölskyldna. Svo virðist sem vinátta eldri systurinnar og ákærðu í málinu, konunnar á sextugsaldri, hafi hafist eftir aldamót, þegar þær voru í saman í félagsskap sem haldinn var úti í Reykjavík. Þó hafi vinátta þeirra ekki farið að verða náin fyrr en í kring um 2010. Árið 2012 fékk ákærða umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál sín. Með umboðinu fékk konan einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Ættingjar vinkonunnar bjuggu í íbúðum systranna Svo virðist sem andlegri heilsu eldri systurinnar hafi hrakað eftir þetta, ef marka má vitnisburði fyrir dómi í gær. Þar vitnaði til dæmis húsvörður í fjölbýlishúsinu sem systurnar áttu íbúðir í, og sú eldri bjó í, að frá því að hann hóf þar störf snemma árs 2012 hafi hann aldrei náð almennilegu sambandi við hana. Hann hafi séð að ákærða, sem hér eftir verður kölluð vinkonan, og eiginmaður hennar sóttu konuna daglega um hádegisbil og fylgdu henni aftur heim á kvöldin. Hann hafi reglulega hitt þau á ganginum en eldri systirin sjaldan þekkt hann og hann þurft að kynna sig fyrir henni vikulega. Þegar líða tók á árin hafi hann farið að taka eftir því að hún væri oft illa til höfð og orðin horuð. Hún hafi þá sjaldan fengið aðra gesti en vinkonuna og mann hennar og síðar hafi komið í ljós, að hans sögn, að dyrabjallan hennar hafi verið aftengd. Eitt árið hafi átt að yfirfara allar dyrabjöllur hússins en hjónin afþakkað þjónustuna fyrir gömlu konuna. Þau hefðu þó beðið um að farið væri yfir dyrabjöllu í annarri íbúð í eigu gömlu konunnar, sem foreldrar ákærðu bjuggu þá í. Þá kom jafnframt fram í máli húsvarðarins að fleiri ættingjar konunnar, dóttir hennar og bræður, hefðu búið í íbúðum í eigu systranna á einhverjum tíma. Sími gömlu konunnar tengdur síma vinkonunnar Þá nefndi hann að veturinn 2016 til 2017 hafi komið upp atvik sem sæti enn í honum. Hjónin hefðu þá sótt gömlu konuna í miklu frosti en hún hafi verið illa klædd, hvorki í úlpu né í öðrum útifatnaði. „Hún var ekki í jakka, með húfu eða trefil. Þannig fór hún út í bíl í 10 stiga frosti. Mér ofbauð,“ sagði húsvörðurinn fyrir dómi. Fleiri vitni höfðu svipaða sögu að segja, þar á meðal nágranni hennar í blokkinni, sem hafði þekkt hana um áratugaskeið. Hann hafi farið að gruna að eitthvað misjafnt væri á seyði þegar hann hafi verið farinn að fá símhringingar frá fólki sem var að reyna að komast í samband við gömlu konuna. Síðar hafi komið í ljós að sími hennar var tengdur í síma vinkonunnar, sem samkvæmt fjölda vitna svaraði símtölum en leyfði þeim sjaldan að komast í samband við gömlu konuna. Skyldmenni hafi misst samband við eldri systurina þegar vinkonan kom inn í myndina Nágranninn sagði marga aðra íbúa hússins farna að hafa áhyggjur af stöðu mála og íbúar hafi reglulega rætt málið á göngunum. Margir hafi meðal annars nefnt að þeir hafi séð gömlu konuna ráfa um gangana að því er virtist illa áttaða og sagði nágranninn alveg ljóst að hún hafi þá verið orðin illa haldin af heilabilun. Margir þeirra sem vitnuðu fyrir dómi í gær tóku það fram að hafa tekið eftir miklum breytingum á andlegri heilsu eldri systurinnar í kring um og upp úr 2010. Þá hafi bæði vinir og skyldmenni misst við hana samband þegar hún og ákærða urðu nánar, ekki náð í hana í síma og sjaldan hitt hana. Yngri systirin hafi vart verið viðræðuhæf á seinni árum vegna heilabilunar. Vorið 2017 hafi verið orðið ljóst að andleg heilsa eldri systurinnar væri orðin mjög slæm og þau tekið eftir því árin fram að því að hvert sem hún fór var vinkonan með henni og þau hafi ekki talið sig fá tækifæri til að ræða við frænku sína án afskipta vinkonunnar. Systkinabörnin tóku sig til eftir heimsókn til hennar, þar sem þau höfðu orðið vör við að illa væri séð um íbúð hennar og að hún væri illa áttuð, illa nærð og illa til höfð, að koma henni á dvalarheimili. Þau hafi heimsótt hana aftur í apríl 2017 í þeim tilgangi að fara með hana til læknis. Þegar þau hafi komið hafi hún komið til dyra í úlpu einni klæða og engan mat hafi verið að finna í ísskápnum. Frændsystkinin hafi jafnframt, samkvæmt vitnisburði þeirra, séð að öryggismyndavél væri inni í íbúðinni og þau því haft hraðar hendur við að koma konunni út úr íbúðinni. Þau hafi farið með hana á bráðamóttökuna og þar hafi hún fengið pláss á öldrunardeild. Síðar um vorið fékk hún svo pláss á hjúkrunarheimili í Reykjavík þar sem hún býr enn. 52 milljóna króna úttektir í reiðufé og gjaldeyri Síðar sama ár hófst rannsókn lögreglu í málinu og virðist sem úttektir vinkonunnar af bankareikningum systranna hafi hætt þá. Fram kemur í ákæru að vinkonan hafi dregið sér samtals 23,3 milljónir króna með 2166 úttektum af bankareikningi yngri systurinnar, sem vinkonan átti í litlum samskiptum við að því er virðist, með notkun debetkorta sem tengd voru bankareikningi yngri systurinnar. Síðasta færslan á debetkortinu var gerð 30. maí 2015. Þá er hún ákærð fyrir að hafa í 34 tilvikum dregið sér samtals 52 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar. Annars vegar með því að taka fjármuni út í reiðufé og hins vegar með gjaldeyriskaupum og ráðstafa þeim í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Síðasta slíka færslan var gerð 21. apríl 2017 en sú stærsta nam átta milljóna króna úttekt á einum degi í apríl 2013. Þá er hún ákærð fyrir að hafa dregið sér í 31 skipti samtals 3,7 milljónir með því að hafa skuldfært greiðslukortareikninga vegna notkunar hennar á greiðslukortum sínum af bankareikningi eldri systurinnar og fyrir að hafa greitt inn á greiðslukortareikninga sína af bankareikningum eldri systurinnar. Þá er hún ákærð fyrir að hafa dregið sér í tólf tilvikum samtals 480 þúsund krónur af bankareikningum eldri systurinnar með því að millifæra á eigin bankareikning. Upphlutssilfur og Kjarvalsverk fundust á heimili vinkonunnar Þá er konan jafnframt ákærð fyrir gripdeild með því að hafa á árunum 2012 til 2017 tekið ófrjálsri hendi lausamuni í eigu systranna úr íbúðum þeirra. Við húsleit lögreglu í september 2017 fannst til að mynda silfurborðbúnaður verðmetinn á rúmar 480 þúsund krónur, kristalsvasar, skartgripir, gullhúðuð koníaksglös, pels, stokkabelti og spöng fyrir upphlut, sem metin eru á rúmar tvær milljónir króna, og fleiri munir sem höfðu verið í eigu systranna. Þá lagði embætti héraðssaksóknara hald á fjögur listaverk, sem konan hafði greitt fyrir með debetkorti sem tengt var bankareikningi yngri systurinnar, sem fundust á heimili hennar. Þar voru tvær styttur, annars vegar eftir Ásmund Sveinsson og hins vegar eftir Einar Jónsson, og tvær myndir, báðar eftir Kjarval. Ætluðu að erfa listamenn öllum sínum eignum en vinkonan gerð að erfingja Fram kemur í greinargerð Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns og verjanda vinkonunnar, að hún hafi ekki nýtt sér stöðu sína gegn systrunum og heilabilun þeirra sér til fjárauka. Systurnar hafi árið 2013 látið útbúa sameiginlega erfðaskrá, þar sem vinkonan var gerð að þeirra eina erfingja, að frátalinni einni milljón króna. Systurnar höfðu áður látið útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir sig árið 2005 en í þeirri erfðaskrá var það tiltekið að stofna ætti minningarsjóð í þeirra nafni, að þeim látnum, og skyldu allar þeirra eignir renna í sjóðinn að frátalinni einni íbúð sem renna átti til frænku þeirra. Tilgangur sjóðsins skyldi vera að veita styrki til lista- og menningarmála til handa ungum listamönnum. Fram kemur í ákæru að þegar síðari erfðaskráin var útbúin hafi yngri systirin verið búsett á hjúkrunarheimili vegna heilabilunar í sjö ár. Eldri systirin hafi einnig glímt við heilabilun og árið 2013 þegar verið háð ákærðu um árabil vegna versnandi heilsufars og trúnaðarsambands við hana. Konan hafi notfært sér bágindi og heilabilun systranna til þess að afla sjálfri sér eignirnar. Lögmaður konunnar tekur fyrir það í greinargerðinni fyrir hennar hönd og segir að systurnar hafi undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja í viðurvist lögbókanda, með fullu ráði og hafi kveðið erfðaskrána geyma sinn hinsta vilja. Þá hafi eldri systirin þar að auki litið á vinkonuna sem fjölskyldu sína mun fremur en ættingjana, sem hafi „rænt henni“ af heimili hennar vorið 2017 og „svipt hana frelsi sínu“. Stórskuldug eftir bankahrunið Fram kemur í ákærunni að ákærða, vinkonan, og eiginmaður hennar hafi glímt við mikla persónulega fjárhagserfiðleika í kjölfar bankahrunsins 2008. Árið 2011 hafi skuldið þeirra hækkað um 95 milljónir króna vegna lána sem þau tóku fyrir hrun og námu skuldir þeirra þá 109 milljónum króna. Það ár hafi samanlagðar framtaldar tekjur þeirra hjóna verið rúmar sex milljónir króna og fjárhagsstaða þeirra í upphafi árs 2012, þegar konan fékk umboð til að sinna fjármálum systranna og úttektir hennar af bankareikningum systranna hófust, því verið afar slæm. Vinkonan hafi verið atvinnulaus í tvö ár í aðdraganda þess að meint brot hófust. Þau hafi verið viðvarandi allt fram á síðari huta árs 2015. Einu tekjur hennar árin 2009 til 2012 hafi verið atvinnuleysisbætur. Á árunum 2012 og 2013 hafi hún talið fram samtals 1,8 milljónir króna í tekjur frá félagi í eigu þeirra hjóna og dóttur þeirra. Árið 2014 og fyrri hluta árs 2015 hafi hún verið alveg tekjulaus. Aðalmeðferð í málinu lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með málflutningi. Reikna má með dómi í málinu eftir páska. Dómsmál Eldri borgarar Tengdar fréttir Tvö alvarleg mál gegn Alzheimersjúklingum á stuttum tíma „hreinn og klár glæpur“ Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, telur að það brot gegn Alzheimersjúklingum séu of algeng hér á landi. 8. júní 2020 11:35 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Systurnar eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Fram kom í vitnisburði í dómsal í gær að systurnar hafi til að mynda átt fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæðinni í sömu blokk. Eldri systirin hafi alltaf verið búsett hér á landi en sú yngri lengi vel búið í Bandaríkjunum og á þeim árum hafi sú eldri annast öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 og hafði þá glímt við alkóhólisma um nokkurt skeið, sem farinn var að hrjá hana sérstaklega á þeim tíma sem hún flutti aftur til landsins. Fljótlega eftir heimkomuna varð ljóst að hún þyrfti meiri aðstoð en áður og var því lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna fjármálum hennar. Fékk umboð til að sinna fjármálum systranna Eldri systir hennar var þá búsett í Reykjavík, eins og áður, en tók alfarið að sér að sjá um fjármál systur sinnar. Systurnar eru báðar ógiftar og barnlausar en eiga systkinabörn, sem mörg sögðu fyrir dómi í gær að þau hefðu verið nokkuð náin systrunum, eins og almennt gengi og gerðist innan fjölskyldna. Svo virðist sem vinátta eldri systurinnar og ákærðu í málinu, konunnar á sextugsaldri, hafi hafist eftir aldamót, þegar þær voru í saman í félagsskap sem haldinn var úti í Reykjavík. Þó hafi vinátta þeirra ekki farið að verða náin fyrr en í kring um 2010. Árið 2012 fékk ákærða umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál sín. Með umboðinu fékk konan einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Ættingjar vinkonunnar bjuggu í íbúðum systranna Svo virðist sem andlegri heilsu eldri systurinnar hafi hrakað eftir þetta, ef marka má vitnisburði fyrir dómi í gær. Þar vitnaði til dæmis húsvörður í fjölbýlishúsinu sem systurnar áttu íbúðir í, og sú eldri bjó í, að frá því að hann hóf þar störf snemma árs 2012 hafi hann aldrei náð almennilegu sambandi við hana. Hann hafi séð að ákærða, sem hér eftir verður kölluð vinkonan, og eiginmaður hennar sóttu konuna daglega um hádegisbil og fylgdu henni aftur heim á kvöldin. Hann hafi reglulega hitt þau á ganginum en eldri systirin sjaldan þekkt hann og hann þurft að kynna sig fyrir henni vikulega. Þegar líða tók á árin hafi hann farið að taka eftir því að hún væri oft illa til höfð og orðin horuð. Hún hafi þá sjaldan fengið aðra gesti en vinkonuna og mann hennar og síðar hafi komið í ljós, að hans sögn, að dyrabjallan hennar hafi verið aftengd. Eitt árið hafi átt að yfirfara allar dyrabjöllur hússins en hjónin afþakkað þjónustuna fyrir gömlu konuna. Þau hefðu þó beðið um að farið væri yfir dyrabjöllu í annarri íbúð í eigu gömlu konunnar, sem foreldrar ákærðu bjuggu þá í. Þá kom jafnframt fram í máli húsvarðarins að fleiri ættingjar konunnar, dóttir hennar og bræður, hefðu búið í íbúðum í eigu systranna á einhverjum tíma. Sími gömlu konunnar tengdur síma vinkonunnar Þá nefndi hann að veturinn 2016 til 2017 hafi komið upp atvik sem sæti enn í honum. Hjónin hefðu þá sótt gömlu konuna í miklu frosti en hún hafi verið illa klædd, hvorki í úlpu né í öðrum útifatnaði. „Hún var ekki í jakka, með húfu eða trefil. Þannig fór hún út í bíl í 10 stiga frosti. Mér ofbauð,“ sagði húsvörðurinn fyrir dómi. Fleiri vitni höfðu svipaða sögu að segja, þar á meðal nágranni hennar í blokkinni, sem hafði þekkt hana um áratugaskeið. Hann hafi farið að gruna að eitthvað misjafnt væri á seyði þegar hann hafi verið farinn að fá símhringingar frá fólki sem var að reyna að komast í samband við gömlu konuna. Síðar hafi komið í ljós að sími hennar var tengdur í síma vinkonunnar, sem samkvæmt fjölda vitna svaraði símtölum en leyfði þeim sjaldan að komast í samband við gömlu konuna. Skyldmenni hafi misst samband við eldri systurina þegar vinkonan kom inn í myndina Nágranninn sagði marga aðra íbúa hússins farna að hafa áhyggjur af stöðu mála og íbúar hafi reglulega rætt málið á göngunum. Margir hafi meðal annars nefnt að þeir hafi séð gömlu konuna ráfa um gangana að því er virtist illa áttaða og sagði nágranninn alveg ljóst að hún hafi þá verið orðin illa haldin af heilabilun. Margir þeirra sem vitnuðu fyrir dómi í gær tóku það fram að hafa tekið eftir miklum breytingum á andlegri heilsu eldri systurinnar í kring um og upp úr 2010. Þá hafi bæði vinir og skyldmenni misst við hana samband þegar hún og ákærða urðu nánar, ekki náð í hana í síma og sjaldan hitt hana. Yngri systirin hafi vart verið viðræðuhæf á seinni árum vegna heilabilunar. Vorið 2017 hafi verið orðið ljóst að andleg heilsa eldri systurinnar væri orðin mjög slæm og þau tekið eftir því árin fram að því að hvert sem hún fór var vinkonan með henni og þau hafi ekki talið sig fá tækifæri til að ræða við frænku sína án afskipta vinkonunnar. Systkinabörnin tóku sig til eftir heimsókn til hennar, þar sem þau höfðu orðið vör við að illa væri séð um íbúð hennar og að hún væri illa áttuð, illa nærð og illa til höfð, að koma henni á dvalarheimili. Þau hafi heimsótt hana aftur í apríl 2017 í þeim tilgangi að fara með hana til læknis. Þegar þau hafi komið hafi hún komið til dyra í úlpu einni klæða og engan mat hafi verið að finna í ísskápnum. Frændsystkinin hafi jafnframt, samkvæmt vitnisburði þeirra, séð að öryggismyndavél væri inni í íbúðinni og þau því haft hraðar hendur við að koma konunni út úr íbúðinni. Þau hafi farið með hana á bráðamóttökuna og þar hafi hún fengið pláss á öldrunardeild. Síðar um vorið fékk hún svo pláss á hjúkrunarheimili í Reykjavík þar sem hún býr enn. 52 milljóna króna úttektir í reiðufé og gjaldeyri Síðar sama ár hófst rannsókn lögreglu í málinu og virðist sem úttektir vinkonunnar af bankareikningum systranna hafi hætt þá. Fram kemur í ákæru að vinkonan hafi dregið sér samtals 23,3 milljónir króna með 2166 úttektum af bankareikningi yngri systurinnar, sem vinkonan átti í litlum samskiptum við að því er virðist, með notkun debetkorta sem tengd voru bankareikningi yngri systurinnar. Síðasta færslan á debetkortinu var gerð 30. maí 2015. Þá er hún ákærð fyrir að hafa í 34 tilvikum dregið sér samtals 52 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar. Annars vegar með því að taka fjármuni út í reiðufé og hins vegar með gjaldeyriskaupum og ráðstafa þeim í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Síðasta slíka færslan var gerð 21. apríl 2017 en sú stærsta nam átta milljóna króna úttekt á einum degi í apríl 2013. Þá er hún ákærð fyrir að hafa dregið sér í 31 skipti samtals 3,7 milljónir með því að hafa skuldfært greiðslukortareikninga vegna notkunar hennar á greiðslukortum sínum af bankareikningi eldri systurinnar og fyrir að hafa greitt inn á greiðslukortareikninga sína af bankareikningum eldri systurinnar. Þá er hún ákærð fyrir að hafa dregið sér í tólf tilvikum samtals 480 þúsund krónur af bankareikningum eldri systurinnar með því að millifæra á eigin bankareikning. Upphlutssilfur og Kjarvalsverk fundust á heimili vinkonunnar Þá er konan jafnframt ákærð fyrir gripdeild með því að hafa á árunum 2012 til 2017 tekið ófrjálsri hendi lausamuni í eigu systranna úr íbúðum þeirra. Við húsleit lögreglu í september 2017 fannst til að mynda silfurborðbúnaður verðmetinn á rúmar 480 þúsund krónur, kristalsvasar, skartgripir, gullhúðuð koníaksglös, pels, stokkabelti og spöng fyrir upphlut, sem metin eru á rúmar tvær milljónir króna, og fleiri munir sem höfðu verið í eigu systranna. Þá lagði embætti héraðssaksóknara hald á fjögur listaverk, sem konan hafði greitt fyrir með debetkorti sem tengt var bankareikningi yngri systurinnar, sem fundust á heimili hennar. Þar voru tvær styttur, annars vegar eftir Ásmund Sveinsson og hins vegar eftir Einar Jónsson, og tvær myndir, báðar eftir Kjarval. Ætluðu að erfa listamenn öllum sínum eignum en vinkonan gerð að erfingja Fram kemur í greinargerð Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns og verjanda vinkonunnar, að hún hafi ekki nýtt sér stöðu sína gegn systrunum og heilabilun þeirra sér til fjárauka. Systurnar hafi árið 2013 látið útbúa sameiginlega erfðaskrá, þar sem vinkonan var gerð að þeirra eina erfingja, að frátalinni einni milljón króna. Systurnar höfðu áður látið útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir sig árið 2005 en í þeirri erfðaskrá var það tiltekið að stofna ætti minningarsjóð í þeirra nafni, að þeim látnum, og skyldu allar þeirra eignir renna í sjóðinn að frátalinni einni íbúð sem renna átti til frænku þeirra. Tilgangur sjóðsins skyldi vera að veita styrki til lista- og menningarmála til handa ungum listamönnum. Fram kemur í ákæru að þegar síðari erfðaskráin var útbúin hafi yngri systirin verið búsett á hjúkrunarheimili vegna heilabilunar í sjö ár. Eldri systirin hafi einnig glímt við heilabilun og árið 2013 þegar verið háð ákærðu um árabil vegna versnandi heilsufars og trúnaðarsambands við hana. Konan hafi notfært sér bágindi og heilabilun systranna til þess að afla sjálfri sér eignirnar. Lögmaður konunnar tekur fyrir það í greinargerðinni fyrir hennar hönd og segir að systurnar hafi undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja í viðurvist lögbókanda, með fullu ráði og hafi kveðið erfðaskrána geyma sinn hinsta vilja. Þá hafi eldri systirin þar að auki litið á vinkonuna sem fjölskyldu sína mun fremur en ættingjana, sem hafi „rænt henni“ af heimili hennar vorið 2017 og „svipt hana frelsi sínu“. Stórskuldug eftir bankahrunið Fram kemur í ákærunni að ákærða, vinkonan, og eiginmaður hennar hafi glímt við mikla persónulega fjárhagserfiðleika í kjölfar bankahrunsins 2008. Árið 2011 hafi skuldið þeirra hækkað um 95 milljónir króna vegna lána sem þau tóku fyrir hrun og námu skuldir þeirra þá 109 milljónum króna. Það ár hafi samanlagðar framtaldar tekjur þeirra hjóna verið rúmar sex milljónir króna og fjárhagsstaða þeirra í upphafi árs 2012, þegar konan fékk umboð til að sinna fjármálum systranna og úttektir hennar af bankareikningum systranna hófust, því verið afar slæm. Vinkonan hafi verið atvinnulaus í tvö ár í aðdraganda þess að meint brot hófust. Þau hafi verið viðvarandi allt fram á síðari huta árs 2015. Einu tekjur hennar árin 2009 til 2012 hafi verið atvinnuleysisbætur. Á árunum 2012 og 2013 hafi hún talið fram samtals 1,8 milljónir króna í tekjur frá félagi í eigu þeirra hjóna og dóttur þeirra. Árið 2014 og fyrri hluta árs 2015 hafi hún verið alveg tekjulaus. Aðalmeðferð í málinu lýkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með málflutningi. Reikna má með dómi í málinu eftir páska.
Dómsmál Eldri borgarar Tengdar fréttir Tvö alvarleg mál gegn Alzheimersjúklingum á stuttum tíma „hreinn og klár glæpur“ Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, telur að það brot gegn Alzheimersjúklingum séu of algeng hér á landi. 8. júní 2020 11:35 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Tvö alvarleg mál gegn Alzheimersjúklingum á stuttum tíma „hreinn og klár glæpur“ Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, telur að það brot gegn Alzheimersjúklingum séu of algeng hér á landi. 8. júní 2020 11:35