Innlent

Bein út­sending: Kynnir út­hlutun úr Lands­á­ætlun um upp­byggingu inn­viða

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Sigurjón

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun tilkynna um úthlutun ársins úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á fundi sem streymt verður frá og hefst klukkan 14:30.

Kynningin fer fram í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri, en auk ráðherra mun framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs kynna uppbyggingu í Ásbyrgi og við Dettifoss.

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er stefnumarkandi tólf ára áætlun sem fjallar um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Í henni eru sett fram markmið um stýringu og sjálfbæra þróun, vernd náttúru og menningarsögulegra minja, öryggismál, skipulag og hönnun og ferðamannaleiðir. Alþingi samþykkti áætlunina sem þingsályktun í júní 2018.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×