Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 09:48 Með kaupunum fer hlutur ríkisins í Íslandsbanka úr 65 prósentum í 42,5 prósent af útistandandi hlutum í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07
Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37
Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00
Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29