„Það krafðist þess að læra hratt, hugrekkis og þora að stíga út fyrir þægindarammann“ Elísabet Hanna skrifar 23. mars 2022 12:30 Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir vilja hjálpa komandi kynslóðum að blómstra. Aðsend Þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir bjuggu til Gleðiskrudduna sem er dagbók fyrir börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Hún byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og kennir jákvæð inngrip og notkun svokallaðra gleðiverkfæra. Gleðiskruddan Þær segja dagbókina telja hundrað daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir sé í forgrunni. Í bókinni skráir barnið daglega niður þrjá góða hluti sem áttu sér stað þann daginn. Dögum bókarinnar skiptu þær einnig upp í tuttugu og eitt þemu eins og tilfinningar, styrkleika, þakklæti og svefn. „Gleðiverkfæri eins og við höfum ákveðið að kalla þau, hafa reynst áhrifarík í því að viðhalda hamingju og öðrum jákvæðum tilfinningum ásamt því að minnka einkenni þunglyndis og kvíða,“ segja Yrja og Marit um aðferðirnar sem eru notaðar í bókinni. Á hverjum degi má einnig finna gleðimola eða gleðifræ dagsins sem tengist þemanu hverju sinni. Þær segja að allir séu ólíkir og því bjóði bókin upp á hlaðborð af gleðiverkfærum svo að hver og einn geti tileinkað sér það sem hentar þeim best View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Hugmyndin varð til í náminu Vinkonurnar segja hugmyndina upphaflega hafa kviknað í diplómanáminu í jákvæðri sálfræði á meistarastigi sem þær luku við sumarið 2020. Þær vildi báðar kynna börn og ungmenni fyrir jákvæðri sálfræði og auka velferð þeirra og út frá því spratt hugmyndin að bókinni sem varð lokaverkefnið þeirra. View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) „Við fengum svo góð viðbrögð frá foreldrum barna sem tóku þátt í lokaverkefninu. Bókin bæði jók hamingju og vellíðan barnanna sem og samveru barns og foreldris. Við fundum fyrir því að það var sannarlega þörf fyrir bók af þessu tagi og ákváðum því að gefa út bókina sjálfar,“ segja þær aðspurðar um hvað fékk þær til þess að taka næsta skref með verkefnið. Eftir að bókin kom út síðasta sumar segjast þær hafa fundið hjá sér að þær vildu bjóða upp á námskeið til þess að miðla þekkingu sinni beint til barnanna og voru fyrstu námskeðin haldin skömmu eftir að bókin kom út. View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Hoppuðu í djúpu laugina Yrja og Marit höfðu aldrei farið í gegnum ferlið áður að búa til og gefa út bók svo þær lærðu mikið á þeim tíma sem það tók og eru reynslunni ríkari í dag. „Við höfðum auðvitað aldrei gert neitt þessu líkt áður. Frá því að velja útlit bókarinnar og markaðssetja og koma henni í sölu. Það krafðist þess að læra hratt, hugrekkis og þora að stíga út fyrir þægindarammann.“ View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Vilja vitundarvakningu í samfélaginu Þær segja markmið Gleðiskruddunnar vera að veita ákveðin verkfæri til barna og ungmenna til að hjálpa þeim að takast á við áskoranirnar sem þau verða fyrir á sem uppbyggilegastan hátt. Þær vilja breyta fókusnum úr því að einblína á það sem við viljum sjá minna af í að einblína á það sem við viljum sjá meira af. „Við vonumst til að Gleðiskruddan geti komið af stað vitundarvakningu í samfélaginu um mikilvægi sjálfsþekkingar og vellíðan barna til að komandi kynslóðir blómstri.“ Heilsa Tengdar fréttir Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. 15. mars 2022 15:31 Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. 15. mars 2022 10:04 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Gleðiskruddan Þær segja dagbókina telja hundrað daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir sé í forgrunni. Í bókinni skráir barnið daglega niður þrjá góða hluti sem áttu sér stað þann daginn. Dögum bókarinnar skiptu þær einnig upp í tuttugu og eitt þemu eins og tilfinningar, styrkleika, þakklæti og svefn. „Gleðiverkfæri eins og við höfum ákveðið að kalla þau, hafa reynst áhrifarík í því að viðhalda hamingju og öðrum jákvæðum tilfinningum ásamt því að minnka einkenni þunglyndis og kvíða,“ segja Yrja og Marit um aðferðirnar sem eru notaðar í bókinni. Á hverjum degi má einnig finna gleðimola eða gleðifræ dagsins sem tengist þemanu hverju sinni. Þær segja að allir séu ólíkir og því bjóði bókin upp á hlaðborð af gleðiverkfærum svo að hver og einn geti tileinkað sér það sem hentar þeim best View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Hugmyndin varð til í náminu Vinkonurnar segja hugmyndina upphaflega hafa kviknað í diplómanáminu í jákvæðri sálfræði á meistarastigi sem þær luku við sumarið 2020. Þær vildi báðar kynna börn og ungmenni fyrir jákvæðri sálfræði og auka velferð þeirra og út frá því spratt hugmyndin að bókinni sem varð lokaverkefnið þeirra. View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) „Við fengum svo góð viðbrögð frá foreldrum barna sem tóku þátt í lokaverkefninu. Bókin bæði jók hamingju og vellíðan barnanna sem og samveru barns og foreldris. Við fundum fyrir því að það var sannarlega þörf fyrir bók af þessu tagi og ákváðum því að gefa út bókina sjálfar,“ segja þær aðspurðar um hvað fékk þær til þess að taka næsta skref með verkefnið. Eftir að bókin kom út síðasta sumar segjast þær hafa fundið hjá sér að þær vildu bjóða upp á námskeið til þess að miðla þekkingu sinni beint til barnanna og voru fyrstu námskeðin haldin skömmu eftir að bókin kom út. View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Hoppuðu í djúpu laugina Yrja og Marit höfðu aldrei farið í gegnum ferlið áður að búa til og gefa út bók svo þær lærðu mikið á þeim tíma sem það tók og eru reynslunni ríkari í dag. „Við höfðum auðvitað aldrei gert neitt þessu líkt áður. Frá því að velja útlit bókarinnar og markaðssetja og koma henni í sölu. Það krafðist þess að læra hratt, hugrekkis og þora að stíga út fyrir þægindarammann.“ View this post on Instagram A post shared by Gleðiskruddan (@glediskruddan) Vilja vitundarvakningu í samfélaginu Þær segja markmið Gleðiskruddunnar vera að veita ákveðin verkfæri til barna og ungmenna til að hjálpa þeim að takast á við áskoranirnar sem þau verða fyrir á sem uppbyggilegastan hátt. Þær vilja breyta fókusnum úr því að einblína á það sem við viljum sjá minna af í að einblína á það sem við viljum sjá meira af. „Við vonumst til að Gleðiskruddan geti komið af stað vitundarvakningu í samfélaginu um mikilvægi sjálfsþekkingar og vellíðan barna til að komandi kynslóðir blómstri.“
Heilsa Tengdar fréttir Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. 15. mars 2022 15:31 Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. 15. mars 2022 10:04 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. 15. mars 2022 15:31
Vilja normalísera tilfinningar stráka og karla Samfélags- og fræðslumiðilinn Karlmennskan stendur nú fyrir átakinu jákvæð karlmennska þar sem áhersla er á að normalísera tilfinningar stráka og karla. 15. mars 2022 10:04