Staða ólígarkans sem kjörræðismaður Íslands ekki í hættu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. mars 2022 11:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir málin til skoðunar innan ráðuneytisins en ekkert hafi komið í ljós sem bendir til þess að ríkið hafi beitt sér sérstaklega fyrir því að refsiaðgerðir Evrópusambandsins bitnuðu ekki á Moshensky. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir ekki standa til að svipta hvítrússeskan ólígarka titli kjörræðissmanns gagnvart Íslandi. Ekkert nýtt hafi komið fram um hans viðskiptahætti eða samband við einræðisherra Hvíta-Rússlands á síðustu dögum. Það er hvítrússneski ólígarkinn Aleksander Moshensky sem er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi. Umfjöllun Stundarinnar um hann hefur vakið gríðarlega athygli en þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að Moshensky yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu. Þetta á að hafa gerst fyrir tíð núverandi utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, síðast árið 2020. Þórdís segir það tilvik hafa verið skoðað innan ráðuneytisins og í ljós komið að það hafi ekki beitt sér sérstaklega fyrir því að Moshensky yrði ekki á lista Evrópusambandsins yfir Hvítrússa sem yrðu beittir refsiaðgerðum. „Síðan þá veit ég ekki til þess að þetta hafi nokkuð borið á góma. Ekki síðan ég kom inn í ráðuneytið. Og vil bara að það sé alveg skýrt að ég held ekki hlífiskildi yfir nokkrum manni sem á erindi á einhvern þvingunarlista,“ segir Þórdís. Hún nefnir að Moshensky sé heldur ekki á sambærilegum lista Bandaríkjamanna eða Breta. Ekkert nýtt komið fram um Moshensky „Ég er tiltölulega nýbúin að undirrita reglugerð um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi, eða Belarus, þar sem eru nöfn og lögaðilar á þeim lista, þar sem hann er ekki. Þannig að það hefur í raun ekkert nýtt komið fram um hans stöðu sem að kallar á það að við förum að beita okkur fyrir því að hann sé á einhverjum lista,“ segir Þórdís. Moshensky hefur átt í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og ljóst að refsiaðgerðir gegn honum myndu skaða innkomu ríkisins talsvert. „Það hefði afleiðingar ef það myndu breytast mjög þessi viðskiptasambönd, sem er væntanlega ástæðan fyrir því að menn vildu vita hvort hann yrði á lista vegna þess að það hefði afleiðingar. Hann er umsvifamikill viðskiptamaður í Belarus og hefur verið lengi,“ segir ráðherrann. Í umfjöllun Stundarinnar er einnig bent á í aðdraganda þess að Moshensky hafi verið skipaður kjörræðismaður Íslands árið 2006 hafi ráðuneytið sjálft gert litlar sem engar sjálfstæðar skoðanir á honum. Þórdís segir stöðu hans sem kjörræðismaður ekki í hættu eins og er. „Það er ekki verið að endurskoða hana núna, nei.“ Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. 19. mars 2022 21:30 Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12 Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Það er hvítrússneski ólígarkinn Aleksander Moshensky sem er kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi. Umfjöllun Stundarinnar um hann hefur vakið gríðarlega athygli en þar eru íslensk stjórnvöld sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að Moshensky yrði ekki beittur refsiaðgerðum af Evrópusambandinu. Þetta á að hafa gerst fyrir tíð núverandi utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, síðast árið 2020. Þórdís segir það tilvik hafa verið skoðað innan ráðuneytisins og í ljós komið að það hafi ekki beitt sér sérstaklega fyrir því að Moshensky yrði ekki á lista Evrópusambandsins yfir Hvítrússa sem yrðu beittir refsiaðgerðum. „Síðan þá veit ég ekki til þess að þetta hafi nokkuð borið á góma. Ekki síðan ég kom inn í ráðuneytið. Og vil bara að það sé alveg skýrt að ég held ekki hlífiskildi yfir nokkrum manni sem á erindi á einhvern þvingunarlista,“ segir Þórdís. Hún nefnir að Moshensky sé heldur ekki á sambærilegum lista Bandaríkjamanna eða Breta. Ekkert nýtt komið fram um Moshensky „Ég er tiltölulega nýbúin að undirrita reglugerð um refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi, eða Belarus, þar sem eru nöfn og lögaðilar á þeim lista, þar sem hann er ekki. Þannig að það hefur í raun ekkert nýtt komið fram um hans stöðu sem að kallar á það að við förum að beita okkur fyrir því að hann sé á einhverjum lista,“ segir Þórdís. Moshensky hefur átt í miklum viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og ljóst að refsiaðgerðir gegn honum myndu skaða innkomu ríkisins talsvert. „Það hefði afleiðingar ef það myndu breytast mjög þessi viðskiptasambönd, sem er væntanlega ástæðan fyrir því að menn vildu vita hvort hann yrði á lista vegna þess að það hefði afleiðingar. Hann er umsvifamikill viðskiptamaður í Belarus og hefur verið lengi,“ segir ráðherrann. Í umfjöllun Stundarinnar er einnig bent á í aðdraganda þess að Moshensky hafi verið skipaður kjörræðismaður Íslands árið 2006 hafi ráðuneytið sjálft gert litlar sem engar sjálfstæðar skoðanir á honum. Þórdís segir stöðu hans sem kjörræðismaður ekki í hættu eins og er. „Það er ekki verið að endurskoða hana núna, nei.“
Hvíta-Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tengdar fréttir Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. 19. mars 2022 21:30 Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12 Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Engin ákvörðun tekin um stöðu hvítrússneska ólígarksins Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort hvítrússneski ólígarkinn verði áfram á skrá yfir kjörræðismenn Íslands. Þetta segir utanríkisráðherra sem eftir helgi verður boðaður á fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna málsins. 19. mars 2022 21:30
Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. 19. mars 2022 13:12
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03