Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini Atli Arason skrifar 21. mars 2022 23:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik. „Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
„Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn