Varasöm gatnamót þar sem banaslys varð í Garðabæ Árni Sæberg skrifar 21. mars 2022 19:02 Mynd tekin í akstursátt bifreiðarinnar. Rautt ljós logar fyrir vinstri beygju og grænt fyrir akreinina yfir gatnamótin. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi sennilega ekki gert sér grein fyrir því að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjærakreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi. Þann 17. febrúar 2021 var 76 ára gamall karlmaður á leið gangandi norðaustur yfir gatnamót Kauptúns og Urriðaholtsstrætis að morgni dags. Myrkur var og lítilsháttar súld. Á sama tíma var Suzukibifreið ekið Urriðaholtsstræti yfir gatnamótin til suðausturs. Grænt ljós logaði fyrir akstursstefnu bifreiðarinnar. Vegfarandinn gekk í veg fyrir Suzuki bifreiðina við gatnamótin, þar sem ekki var merkt gangbraut. Hægra framhorn bifreiðarinnar rakst á vegfarandann og kastaðist hann um tuttugu metra frá ætluðum árekstrarstað. Maðurinn hlaut banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Afstöðumynd bifreiðar og gangandi vegfaranda.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður, sem stöðvað hafði bifreið sína á rauðu beygjuljósi á vinstri beygjuakrein á gatnamótunum þar sem slysið varð, bar vitni við rannsókn málsins. Hann segir sig hafa séð manninn standa á umferðareyju vinstra megin við akreinarnar og að hann hafi verið með endurskinsborða á yfirhöfn. Vitnið telur að vegfarandinn hafi séð sig stöðva á rauðu ljósi rétt áður en hann steig inn á akbrautina í veg fyrir bifreiðina sem ók á hægri akreininni. Að hans sögn hafði vegfarandinn tekið tvö skref inn á götuna þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Ökumaður Suzukibifreiðarinnar sagðist ekki hafa séð vegfarandann fyrir slysið. Við gatnamótin hafi hann fundið högg koma á bílinn, án þess að gera sér grein fyrir því hvað hafði gerst. Hann hafi hægt strax á sér og stöðvað bifreiðina suðaustan við gatnamótin. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið á um fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund en það er einmitt hámarkshraði á veginum. Mat sérfræðings er að hraði hafi verið um 56 kílómetrar á klukkustund, eða á bilinu 54 til 72 kílómetrar. Beinir til veghaldara að gera öryggisúttekt Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að gatnamótin, þar sem slysið varð, séu flókin og erfið gangandi vegfarendum en sem áður segir eru þau ekki ljósastýrð þar sem maðurinn fór yfir þau. „Leiðin fyrir gangandi vegfarendur og aðra sem ferðast eftir gangstígunum er flókin og litlar leiðbeiningar eru veittar um þá leið sem þeim er ætlað að fara. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að auka umferðaröryggi við gatnamótin,“ segir í skýrslunni. Loftmynd af gatnamótunum, horft eftir Urriðaholtsstræti til suðausturs.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá beinir nefndin því til Vegagerðarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga að leggja sérstaka áherslu á það við hönnun gatnamóta að öryggis og hagsmuna gangandi og hjólandi vegfarenda sé vel gætt. Ökumenn og aðrir vegfarendur gæti sín á gatnamótum Rannsóknarnefndin bendir ökumönnum og gangandi vegfarendum sem eiga leið um gatnamót á að mikilvægt sé að þeir gæti sérstakrar aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu. Þá hvetur nefndin ökumenn til að stunda ávallt svokallaðan varnarakstur. „Í því felst að ökumenn séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu, jafnvel þegar hún er ekki sýnileg, reyni að sjá fyrir mistök annarra vegfarenda og gæti vel að ökuhraða. Því hraðar sem ekið er, því styttri tími er til viðbragðs og hætta á alvarlegum áverkum eykst,“ segir nefndin. Að lokum gerir rannsóknarnefndin athugasemd við það að ekki hafi verið framkvæmd áfengis- og lyfjamæling á ökumanninum í kjölfar slyssins. Hún hefi áður bent á nauðsyn þess að útiloka þann þátt í rannsóknum allra alvarlegra umferðarslysa. Umferðaröryggi Samgönguslys Garðabær Tengdar fréttir Banaslys í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. febrúar 2021 16:01 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Þann 17. febrúar 2021 var 76 ára gamall karlmaður á leið gangandi norðaustur yfir gatnamót Kauptúns og Urriðaholtsstrætis að morgni dags. Myrkur var og lítilsháttar súld. Á sama tíma var Suzukibifreið ekið Urriðaholtsstræti yfir gatnamótin til suðausturs. Grænt ljós logaði fyrir akstursstefnu bifreiðarinnar. Vegfarandinn gekk í veg fyrir Suzuki bifreiðina við gatnamótin, þar sem ekki var merkt gangbraut. Hægra framhorn bifreiðarinnar rakst á vegfarandann og kastaðist hann um tuttugu metra frá ætluðum árekstrarstað. Maðurinn hlaut banvæna fjöláverka í slysinu, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Afstöðumynd bifreiðar og gangandi vegfaranda.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður, sem stöðvað hafði bifreið sína á rauðu beygjuljósi á vinstri beygjuakrein á gatnamótunum þar sem slysið varð, bar vitni við rannsókn málsins. Hann segir sig hafa séð manninn standa á umferðareyju vinstra megin við akreinarnar og að hann hafi verið með endurskinsborða á yfirhöfn. Vitnið telur að vegfarandinn hafi séð sig stöðva á rauðu ljósi rétt áður en hann steig inn á akbrautina í veg fyrir bifreiðina sem ók á hægri akreininni. Að hans sögn hafði vegfarandinn tekið tvö skref inn á götuna þegar hann varð fyrir bifreiðinni. Ökumaður Suzukibifreiðarinnar sagðist ekki hafa séð vegfarandann fyrir slysið. Við gatnamótin hafi hann fundið högg koma á bílinn, án þess að gera sér grein fyrir því hvað hafði gerst. Hann hafi hægt strax á sér og stöðvað bifreiðina suðaustan við gatnamótin. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið á um fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund en það er einmitt hámarkshraði á veginum. Mat sérfræðings er að hraði hafi verið um 56 kílómetrar á klukkustund, eða á bilinu 54 til 72 kílómetrar. Beinir til veghaldara að gera öryggisúttekt Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að gatnamótin, þar sem slysið varð, séu flókin og erfið gangandi vegfarendum en sem áður segir eru þau ekki ljósastýrð þar sem maðurinn fór yfir þau. „Leiðin fyrir gangandi vegfarendur og aðra sem ferðast eftir gangstígunum er flókin og litlar leiðbeiningar eru veittar um þá leið sem þeim er ætlað að fara. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að auka umferðaröryggi við gatnamótin,“ segir í skýrslunni. Loftmynd af gatnamótunum, horft eftir Urriðaholtsstræti til suðausturs.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá beinir nefndin því til Vegagerðarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga að leggja sérstaka áherslu á það við hönnun gatnamóta að öryggis og hagsmuna gangandi og hjólandi vegfarenda sé vel gætt. Ökumenn og aðrir vegfarendur gæti sín á gatnamótum Rannsóknarnefndin bendir ökumönnum og gangandi vegfarendum sem eiga leið um gatnamót á að mikilvægt sé að þeir gæti sérstakrar aðgæslu og séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu. Þá hvetur nefndin ökumenn til að stunda ávallt svokallaðan varnarakstur. „Í því felst að ökumenn séu ávallt viðbúnir að bregðast við óvæntri hættu, jafnvel þegar hún er ekki sýnileg, reyni að sjá fyrir mistök annarra vegfarenda og gæti vel að ökuhraða. Því hraðar sem ekið er, því styttri tími er til viðbragðs og hætta á alvarlegum áverkum eykst,“ segir nefndin. Að lokum gerir rannsóknarnefndin athugasemd við það að ekki hafi verið framkvæmd áfengis- og lyfjamæling á ökumanninum í kjölfar slyssins. Hún hefi áður bent á nauðsyn þess að útiloka þann þátt í rannsóknum allra alvarlegra umferðarslysa.
Umferðaröryggi Samgönguslys Garðabær Tengdar fréttir Banaslys í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. febrúar 2021 16:01 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Banaslys í Garðabæ Karlmaður á áttræðisaldri lést í umferðarslysi á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 17. febrúar 2021 16:01