Nurkic gerði sig líklegan að hjóla í stuðningsmann Pacers í nótt Atli Arason skrifar 21. mars 2022 18:00 Nurkic rífur símann úr höndum stuðningsmanns Pacers Skjáskot - Instagram Miðherji Portland Trail Blazers, Jusuf Nurkic, lenti í útistöðum við aðdáanda Indiana Pacers eftir leik liðanna í nótt. Nurkic, sem spilaði ekki leikinn vegna meiðsla, gekk þá að stuðningsmanni Pacers sem sat á fremsta bekk, reif af honum símann og kastaði símanum svo upp í stúku. Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að Nurkic hegðaði sér á þennan hátt en ljóst þykir að eitthvað hefur verið sagt sem Nurkic líkaði ekki við. Trail Blazers tapaði leiknum með 31 stigi, 129-98. Nurkic stares down a fan and tosses his phone after the Blazers-Pacers game 😳(via Sheebswrld/IG) pic.twitter.com/zevnDvjbda— Bleacher Report (@BleacherReport) March 21, 2022 Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan víkja þurfti stuðningsmönnum Pacers af velli í leik liðsins við Los Angeles Lakers fyrir að segja einhver ófögur orð við LeBron James og þar með brjóta siðareglur aðdáanda á NBA leikjum. Nurkic hefur ekki spilað leik síðan í febrúar, þegar Portland vann Memphis Grizzlies á útivelli með fjórum stigum. Nurkic þjáist af iljarfelsbólgu (e. plantar fascitis) en upphaflega stóð til að hann yrði frá í a.m.k. fjórar vikur en óljóst er hvenær hann getur snúið aftur á leikvöllinn. Þessi miðherji frá Bosníu er með 15 stig, 11,1 frákast og 2,8 stoðsendingar að meðaltali á leik á tímabilinu. Nurkic hefur gert 30 tvöfaldar tvennur í þeim 56 leikjum sem hann hefur náð í ár. Það væri því afar slæmt fyrir Trail Blazers ef Nurkic verður dæmdur í bann fyrir framkomu sína eftir leikinn í gær en Trail Blazers er í 12. sæti austurdeildar. Tapið gegn Grizzlies var fjórða tap þeirra í röð en Trail Blazers hafa nú alls tapað 10 af síðustu 11 leikjum síðan Nurkic meiddist. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að Nurkic hegðaði sér á þennan hátt en ljóst þykir að eitthvað hefur verið sagt sem Nurkic líkaði ekki við. Trail Blazers tapaði leiknum með 31 stigi, 129-98. Nurkic stares down a fan and tosses his phone after the Blazers-Pacers game 😳(via Sheebswrld/IG) pic.twitter.com/zevnDvjbda— Bleacher Report (@BleacherReport) March 21, 2022 Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan víkja þurfti stuðningsmönnum Pacers af velli í leik liðsins við Los Angeles Lakers fyrir að segja einhver ófögur orð við LeBron James og þar með brjóta siðareglur aðdáanda á NBA leikjum. Nurkic hefur ekki spilað leik síðan í febrúar, þegar Portland vann Memphis Grizzlies á útivelli með fjórum stigum. Nurkic þjáist af iljarfelsbólgu (e. plantar fascitis) en upphaflega stóð til að hann yrði frá í a.m.k. fjórar vikur en óljóst er hvenær hann getur snúið aftur á leikvöllinn. Þessi miðherji frá Bosníu er með 15 stig, 11,1 frákast og 2,8 stoðsendingar að meðaltali á leik á tímabilinu. Nurkic hefur gert 30 tvöfaldar tvennur í þeim 56 leikjum sem hann hefur náð í ár. Það væri því afar slæmt fyrir Trail Blazers ef Nurkic verður dæmdur í bann fyrir framkomu sína eftir leikinn í gær en Trail Blazers er í 12. sæti austurdeildar. Tapið gegn Grizzlies var fjórða tap þeirra í röð en Trail Blazers hafa nú alls tapað 10 af síðustu 11 leikjum síðan Nurkic meiddist.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum