„Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 17:00 Duplantis-feðgarnir föðmuðust eftir að heimsmetið féll í Belgrad í gær. Getty7Michael Steele Armand Duplantis hélt áfram að heilla frjálsíþróttaheiminn um helgina með nýju heimsmeti í stangarstökki, og nú í fyrsta sinn fyrir framan föður sinn, Greg. Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira