Baunar á eina félagið sem ekki leyfir konunum að spila á aðalleikvanginum Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 15:30 Real Madrid og Breiðablik mættust á Alfredo Di Stefano vellinum í Madrid í haust, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem Real vann öruggan 5-0 sigur. Getty/Denis Doyle Bandaríska knattspyrnukonan Ella Masar furðar sig á því að spænska stórveldið Real Madrid skuli ekki veita kvennaliði sínu tækifæri til að spila á Santiago Bernabéu eins og karlaliðið gerir, nú þegar ærið tilefni virðist til þess. Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira