Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 12:03 Úkraínskir hermenn í Kænugarði. EPA/ATEF SAFADI Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14
Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31
Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01