Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2022 12:03 Úkraínskir hermenn í Kænugarði. EPA/ATEF SAFADI Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Sókn Rússa í Úkraínu hefur lítið hreyfst í þó nokkra daga að sókninni í Maríupól undanskilinni. Þar hafa Rússar sótt fram gegn Úkraínumönnum en það hefur kostað þá verulega. Sérfræðingar hugveitunnar Institute for the Study of War segja Úkraínumenn hafa stöðvað upprunalega áætlun Rússa. Það er að taka Kænugarð, Kharkív, Odessa og aðrar stórar Úkraínskar borgir og koma nýrri ríkisstjórn, hliðhollri Rússlandi, til valda í Úkraínu. NEW: Ukrainian forces have defeated the initial #Russian campaign of this war. Its culmination is creating conditions of stalemate throughout most of #Ukraine.Read the latest Russian offensive campaign assessment from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/EtMCrMbAjO pic.twitter.com/4XrCCj5Gnj— ISW (@TheStudyofWar) March 19, 2022 Maríupól sé eina borgin sem Rússar hafi tök á að hernema að svo stöddu og þó það takist muni þær sveitir sem þar eru ekki duga til að hleypa nægjanlegu lífi í sóknir Rússa annars staðar. Rússar hafi misst fjölda hermanna, hergögn og háttsetta foringja í og við Maríupól og herdeildirnar sem þangað voru sendar of illa farnar til að taka marktækan þátt í átökum á öðrum vígstöðvum. Fall Maríupól gæti gert Rússum kleift að mynda landbrú milli Krímskaga, sem þeir innlimuðu af Úkraínu árið 2014, og Donetsk og Luhansk, þar sem aðskilnaðarsinnar studdir af Rússum stjórna. Þá eru Rússar sagðir hafa sent hersveitir landgönguliða, sem hingað til hafa verið undirbúnir fyrir árás á Odessa af hafi, sem liðsauka við aðrar sveitir víðsvegar um Úkraínu. Í stað þess að sækja fram eru rússneskir hermen víða byrjaðir að grafa skotgrafir og undirbúa varnir til að halda þeim svæðum sem þeir stjórna nú þegar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14 Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31 Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Vaktin: Hart barist á götum Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 07:14
Segja hundruð þúsunda föst í Mariupol þar sem lík hrannist upp á götum úti Björgunaraðgerðir í úkraínsku borginni Mariupol, í suðurhluta landsins, hafa gengið afar erfiðlega vegna stöðugra átaka víðsvegar um borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem Rússar sitja um. 19. mars 2022 23:31
Pútín vill styrkja stöðu sína fyrir fund með Selenskí Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er ekki tilbúinn til viðræðna við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann vill líklega styrkja stöðu sína fyrir mögulegar viðræður. 19. mars 2022 17:01