Sport

Baldvin Þór í fjórtánda sæti á HM

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Baldvin Þór Magnússon
Baldvin Þór Magnússon

Baldvin Þór Magnússon, hlaupari, keppti rétt í þessu í úrslitum í 3000 metra hlaupi á heimsmeistarmótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Belgrad í Serbíu. Hann komst í úrslit eftir frábært hlaup á föstudaginn en átti erfitt úrslitahlaup og endaði síðastur af þeim sem kláruðu hlaupið.

Baldvin byrjaði hlaupið ágætlega og stillti sér upp í miðju keppendaskarans fyrstu 800 metrana en dróst fljótlega aftur úr fremstu keppendum. Greinilegt var þegar að hlaupið þróaðist að hlaupið frá því á föstudaginn sat í íslenska keppandanum sem var orðinn aftastur eftir um 2000 metra. Hann lauk hlaupinu í fjórtánda og síðasta sæti á tímanum 8:04:77 sem er talsvert frá hans besta tíma.

Selemon Barega frá Eþíópíu varð heimsmeistari á tímanum 7:41:38, landi hans Lamecha Girma varð annar á 7:41:63 og Bretinn Marc Scott gerði mjög vel í að ná þriðja sætinu á 7:42:02.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×