Er Roman Abramovich portúgalskur gyðingur? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. mars 2022 16:31 Roman Abramovich Matt Dunham/AP Photo Portúgölsk stjórnvöld rannsaka hvernig á því stendur að rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í fyrra. Rabbíni gyðinga í Porto hefur verið handtekinn vegna málsins. Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels. Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels.
Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira