Er Roman Abramovich portúgalskur gyðingur? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. mars 2022 16:31 Roman Abramovich Matt Dunham/AP Photo Portúgölsk stjórnvöld rannsaka hvernig á því stendur að rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í fyrra. Rabbíni gyðinga í Porto hefur verið handtekinn vegna málsins. Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels. Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Abramovich, sem er helst þekktur fyrir að eiga enska sparkfélagið Chelsea, var veittur portúgalskur ríkisborgararéttur í apríl í fyrra. Það var gert á grundvelli laga frá 2015 sem heimila að öllum afkomendum gyðinga, sem gerðir voru brottrækir frá Portúgal árið 1496, rétt fjórum árum eftir að gyðingar voru gerðir útlægir frá Spáni, skyldi veittur ríkisborgararéttur ef þeir æsktu þess. Grunsemdir vakna Stjórnvöld fólu samfélagi gyðinga í Lissabon og Porto að sjá um ferlið og rannsaka bakgrunn umsækjenda. Síðan þá hafa stjórnvöldum borist tæplega 90.000 umsóknir, þar af hafa 32.000 þeirra verið samþykktar. 90% umsóknanna koma í gegnum söfnuðinn í Porto, þeirra á meðal var umsókn Romans Abramovich. Nú hafa vaknað efasemdir um réttmæti umsóknar hans sem einungis tók 6 mánuði að afgreiða. Þær lúta að því að engin tengsl hafi fundist á milli Abramovich og gyðinga í Portúgal á 15. öld. Hins vegar hefur komið í ljós að Abramovich lét 19 milljónir evra af hendi rakna til samfélags gyðinga í Porto fyrir ári, andvirði um 2,8 milljarða íslenskra króna. Það hefur vakið upp grunsemdir um að maðkur sé í mysunni og hafa böndin borist að rabbína gyðingasamfélagsins í Porto, Daníel Litvak. Hann var handtekinn á dögunum rétt í þann mund sem hann var að leggja af stað í ferðalag til Ísraels. Hann var færður til yfirheyrslu og síðan sleppt, en hann sætir farbanni og hald var lagt á vegabréfið hans. Rabbíninn er kokhraustur Rabbíninn segir að enginn vafi leiki á réttmæti hins portúgalska ríkisfangs Abramovich og að öll gögn verði afhent stjórnvöldum. Þrátt fyrir að Abramovich hafi nú státað af portúgölskum ríkisborgararétti í eitt ár, var þetta ekki lýðum ljóst fyrr en rétt fyrir síðustu áramót þegar portúgalska dagblaðið Público upplýsti þetta sem og að grunur léki á að Litvak rabbíni og þar með gyðingasamfélagið í Porto seldi hreinlega portúgalskan ríkisborgararétt fyrir væna fúlgu fjár. Abramovich er helsti styrktaraðili Helfararsafnsins í Porto sem var opnað í apríl í fyrra, á sama tíma og honum var veittur hinn portúgalski passi. Og merkilegt nokk, þá er höfundur greina um portúgalska forfeður Abramovich á Wikipedia-vefnum, forstöðumaður Helfararsafnsins. Abramovich þarf þó ekki að örvænta verði hið portúgalska ríkisfang hans afturkallað. Hann er nefnilega líka ríkisborgari Litháens og Ísraels.
Portúgal Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira