Menning

Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Yakutsk í Síberíu er kaldasta borg heims.
Yakutsk í Síberíu er kaldasta borg heims. RAX

Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar.

„Þetta er einhver kaldasti staður sem fólk býr á,“ útskýrir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Hann segir að þarna sé alltaf kalt og oft erfitt að vita hversu mikið frostið er.

„Þú veist að það er kalt ef það er yfir 50, þá er frí í skólanum. Það er viðmiðið.“

Munurinn á hitastiginu á svæðinu á vetri og sumri er um hundrað gráður. 

„Ég er búinn að fara að vetri til og myndaði í 53 gráðu frosti.“

Næsta stóra ljósmyndaævintýri RAX fyrir stóra Norðurslóðaverkefnið er að heimsækja Síberíu og hefði hann verið farinn af stað ef ekki væri fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í tilefni af ferðinni verða sýndir þrír þættir af RAX Augnablik um myndir sem hann hefur tekið í Síberíu á ferlinum og þetta er annar þátturinn í röðinni en þann fyrsta má sjá neðar í fréttinni. 

RAX Augnablik eru örþættir og birtast alla sunnudaga hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. 

Klippa: RAX Augnablik - Lífið í 53 stiga frosti

Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar.

„Þetta var fyrir mig eins og að detta ofan í holu fulla af demöntum. Það var einhvern veginn allt flott að mynda.“ 

Hann lýsir heimsókninni eins og að stíga inn í leikrit sem gerist fyrir hundrað árum.

„Þetta var eins og þú værir á leiksviði í leikriti, eins og þú hefðir farið úr sætinu þínu og gengið á milli og myndað. Þetta var ótrúlega flott leiksvið, eins og að fara aftur í tímann.“

Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“

Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar.

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×