Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 12:31 Svona mun Airbus-flugvél flugfélagsins líta út. Niceair Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar. Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar.
Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37
Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54