Fæðu- og afkomuöryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 18. mars 2022 13:00 Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Eldur Ólafsson Matvælaframleiðsla Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, s.s. fiskistofnar og land til ræktunar að þekking á framleiðslu og tæki til framleiðslu séu til staðar að aðgengi að aðföngum sé tryggt fyrir framleiðslu sem mætir þörfum þjóðarinnar, s.s. olíu, áburði og fóðri að birgðir séu til af þeim fæðutegundum sem þjóðin þarfnast en sem innlend matvælaframleiðsla getur ekki tryggt eða slík framleiðsla hér heima verði efld Að mati höfundar má skipta fæðuörygginu í tvennt. Annars vegar eru það lengri tíma fjárfestingar og eignir en það eru t.d. landbúnaðartæki, fjárhús, fjós, hlöður, fiskiskip, vinnslur, landbúnaðarland og fiskimiðin. Hins vegar er það hrávara sem við þurfum til að knýja þessar fjárfestingar og eignir áfram og auka arðsemi lands en helstu hrávörurnar eru olía, fóður (korn og gras), áburður og útsæði. Samkvæmt skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi þá flytjum við inn frá Evrópu árlega um það bil: 50.000 tonn af áburði 25.000 tonn af korni til manneldis, bjór, brauð og pasta 150.000 tonn af korni fyrir svínaræktun, kjúklingaræktun og fiskeldi 500.000 lítra af olíu (fyrir allt nema flugið) Um 150.000 lítrar fara á skip Um 350.000 lítrar fara á bifreiðar Einungis 15.000 lítrar eru nýttir til að knýja landbúnaðartæki Ef þessu nýtur ekki við, þá hefur það afleiðingar, nánar tiltekið mjólkurframleiðslan minnkar, við getum ekki fiskað, kjöt- og grænmetisframleiðsla rýrnar og minnkar, jarðvegurinn er ekki jafn frjósamur o.s.frv. Eftir því sem höfundur best veit þá er Ísland einungis með skammtímabirgðir af þessari hrávöru, þ.e. um 3 mánaða birgðir af olíu og áburður og útsæði er pantað í takmörkuðu magni til skemmri tíma. Þetta hefur líka áhrif á hagstjórn en vegna stórfelldra hækkana á þessum hrávörum er viðbúið að matarverð á Íslandi hækki töluvert. Því mætti skoða til skemmri tíma hvort viðeigandi aðilar á markaði ættu að tryggja sér þessar hrávörur. Hægt er að geyma áburð og korn svo árum skiptir í upphituðum og rakastýrðum geymslum, sem og olíu á tönkum. Bændur og útgerðir geta leitað eftir fjármögnun til kaupa og birgðahalds á olíu, áburði, korni og annarri nauðsynlegri hrávöru. Íslendingar þurfa auka orkuframleiðslu um 1.000 MW til að verða sjálfum sér nægir um orku og ef byggð eru orkuver sem framleiða 100 MW á ári þá er hægt að ná þessu á 10 árum. Orkuskiptin snúast um að nota orkugjafa eins og jarðhita til að halda korni og áburði þurru, búa til rafeldsneyti á landbúnaðartækin sem og skipin okkar í stað olíu. Ef þetta er ekki gert þá eru Íslendingar háðir ríkjum sem ekki hafa sömu gildi og við Íslendingar og eru því okkur hættuleg. Látum hendur standa fram úr ermum og klárum orkuskiptin. Höfundur er jarðfræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun