Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 13:31 Una Torfadóttir semur um mannlegar tilfinningar sem við þekkjum öll. Aðsend Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó. Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Hefur farið í gegnum meira en flestir Unga tónlistarkonan gaf út sitt fyrsta lag Ekkert að í dag en lagið er það fyrsta af væntanlegri EP-plötu sem ber heitir Flækt og týnd og einmana. Þegar hún var yngri samdi hún á ensku en í dag heldur hún sig við móðurmálið íslensku. „Mér finnst viðeigandi að þetta sé fyrsta lagið sem fólk fær að heyra frá mér. Hér er ég berskjölduð að gefa út tónlist í fyrsta skipti og í þessu lagi legg ég öll spilin á borðið“ segir hún. Una hefur þrátt fyrir ungan aldur farið í gegnum meira en flestir. Barátta hennar við krabbamein í heila var mikið í fréttum hér um árið þegar móðir hennar Svandís Svavarsdóttir endurskipulagði störf sín sem ráðherra til að vera til staðar fyrir dóttur sína. View this post on Instagram A post shared by Una Torfado ttir (@unatorfa) Lögin eins og að lesa dagbókina hennar Una segir hvert lag vera eins og dagbókarfærslu eða bréf sem geymi allar hugsanirnar og allt sem hún vildi geta sagt. Hún segir þau bera með sér viðkvæmar vangaveltur um tilfinningar sem er oft erfitt að tjá. Hún semur flest lögin á gítar inni í herberginu sínu með dagbókina opna fyrir framan sig. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem Una gefur frá sér. „Það er svo fyndið ferli að semja lag, ég hef enga stjórn á laginu, mitt verkefni er bara að leita og prófa, hlusta á það sem kemur og skrifa niður áður en það gleymist“ Væntanleg plata Á væntanlegri plötu sem er gefin út í nánu samstarfi við Sony Music Iceland er einvala lið fagmanna með Unu í verkefninu. Hildur Kristín Stefánsdóttir pródúserar, Hafsteinn Þráinsson hljóðblandar og Kári Ísleifsson masterar. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una spilar sjálf á gítar og píanó.
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook. 10. júlí 2020 09:37