Konan sem storkaði dauðanum með bros á vör Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 11:05 Vinkonurnar virtust ekki hafa hina minnstu hugmynd um að þær eru í hættu staddar. Brimið er heillandi, mikilúðlegt og fallegt í senn. vísir/rax Ljósmyndarar Vísis sáu sér til skelfingar þegar brimið náði taki á konu nokkurri, bandarískum ferðamanni, en betur fór en á horfðist. Myndirnar sem þeir náðu af atvikinu eru einhvers staðar mitt á milli þess að geta talist stórfenglegar og skelfilegar. Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ljósmyndadeild Vísis, sem samanstendur af þeim Vilhelm Gunnarssyni og Ragnari Axelssyni (Rax), var á ferð um landið. Báðir voru þeir í fríi en þetta er það sem ljósmyndarar gera í sínum frítíma, fara um landið með ljósmyndavélina hangandi um hálsinn. „Þú getur kallað þetta hvataferð ljósmyndadeildarinnar,“ segir Villi og hlær. Honum er þó ekki hlátur í huga en hann er björgunarsveitarmaður og gerir sér fulla grein fyrir alvöru máls. Hann og Rax voru staddir í Reynisfjöru í gær og urðu vitni af því þegar bandarískir ferðamenn vildu leika sér við stórhættulegar öldurnar. Mikið var um ferðamenn á staðnum í gær og svo virðist sem ferðaþjónustan sé komin á fullan snúning þrátt fyrir risjótta tíð. Annað hvort láta ferðamenn það ekki trufla sig og/eða að það er hluti aðdráttaraflsins. Brimið í Reynisfjöru virðist ómótstæðilegt en eins og landsmenn vita er það ekkert lamb að leika sér við. Á undanförnum áratug hafa fimm látist í Reynisfjöru. Ef brimið nær tökum á fólki sleppir það ekki svo auðveldlega. Útsog er mikið og straumar sterkir. Að sögn þeirra Villa og Raxa virðast viðvörunarskilti sem sjá má þar hvarvetna ekki hafa tilætluð áhrif. Þeir sáu þegar þrjár konur vildu leika sér við öldurnar, elta þær út fjöruna og svo hlaupa undan þeim þegar þær koma aftur að landi. En öldurnar eru misstórar og þegar ein stór kom hlupu þær að klettasnös sem þarna er að finna. Aldan náði að hrifsa eina með sér en hún slapp með skrekkinn. Hún og vinkonur hennar hlógu að þessu „ævintýri“ og virtust ekki hafa nokkra hugmynd um það þarna var háski á ferð. Sjón er sögu ríkari. Þessi virðist vera óvenju stór. Best að forða sér upp í klettana.vísir/rax Þetta er nú orðið ágætt.vísir/vilhelm En aldan var ekki hætt heldur færðist í aukana.vísir/vilhelm Og nú kemur brimið að öllu afli og skellur á klettunum, það ætlar sér að ná taki á konunum.vísir/rax Eins og sjá má var þessi alda ekkert lambið að leika sér við.vísir/vilhelm Ljósmyndararnir sá sér til skelfingar að þarna var hætta á ferð. En lítið sem þeir gátu aðhafst, annað en ná þessu á filmu.vísir/rax Útsogið er sterkt og sjórinn kaldur.vísir/rax Aldan náði taki á einni kvennanna, dró hana með sér út í fjöru en missti þá takið.vísir/rax Eins og sjá má af þessari mynd skríður konan að landi aftur.vísir/rax Henni var nóg um og vill komast að klettunum aftur.vísir/rax Jæja, enginn er verri þó hann vökni.vísir/rax Vinkonurnar koma hlaupandi til að huga að þeirri sem slapp við illan leik.vísir/vilhelm Jæja, þetta var nú aldeilis skemmtilegt.vísir/vilhelm Ferðamennirnir rennandi blautir virtust ekki gera sér mikla grein fyrir því að þarna var hætta á ferðum. Og hafa sögu að segja þegar þeir koma heim. En ekki eru allir til frásagnar sem aldan hefur hrifsað með sér í Reynisfjöru.vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Ljósmyndun Reynisfjara Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira