Skoraði Pútín á hólm, kallaði yfirmann Roscosmos fávita og grínaðist í harðstjóra Téténíu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2022 10:47 Elon Musk, Vladimi Pútín, Ramzan Kadyrov og Dimtrí Rogozin. EPA Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, greip nýverið til Twitter og skoraði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á hólm. Það var á mánudaginn og „taggaði“ Musk Kreml í færslu sinni. Í kjölfar þess hefur hann átt í orðaskiptum við yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands og harðstjóra Téténíu. Musk hefur í gegnum árin sýnt að hann hefur gaman af því að grínast og jafnvel valda usla á Twitter. Það verður að segjast að erfitt er að fanga fáránleika nýjustu tísta hans í texta og gera honum almennilega skil en á mánudaginn birti Musk tíst þar sem hann skrifaði: „Hér með skora ég á Vladimír Pútin í einvígi.“ Þá sagði hann Úkraínu vera undir. Það er að segja að sigurvegarinn fengi Úkraínu. Því næst „taggaði“ hann Kreml og spurði hvort Pútín tæki þessari áskorun. ? @KremlinRussia_E— Elona Musk (@elonmusk) March 14, 2022 Í kjölfarið svaraði Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunnar Rússlands, Musk með tilvísun í sögu skáldsins Alexander Puskin þar sem hann gerði lítið úr áskorun Musks. Auðjöfurinn svaraði því í gær og sagði Rogozin harðan samningamann og hét honum stærri hlut af mögulegum áhorfstekjum bardaga síns og Pútíns. Samhliða því birti hann myndir af sér með eldvörpu og breytta mynd af Pútín á baki bjarnar. Musk vísaði einnig í bókin Fávitinn eftir Fyodor Dostoevsky, þar sem hann gaf í skyn að Rogozin væri fáviti. I see you are a tough negotiator!Ok, you can have 10% more pay per view money. pic.twitter.com/Nrbkz9IsTP— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Því tísti svaraði Rogozin með skjáskoti af gömlu tísti Musks um að minnst helming tísta sinna skrifaði hann á klósettinu. Yfirmaður Geimvísindastofnunnar Rússlands sagði ríkasta manni jarðarinnar að standa upp af klósettinu og þá gætu þeir talað saman. , , . https://t.co/DiqqDEBgEp pic.twitter.com/1UKJGBMiA3— (@Rogozin) March 15, 2022 Ramzan Kadyrov, harðstjóri Téténíu og náinn bandamaður Pútíns, lét áskorun Musks sig einnig varða. Hann skrifaði á Telegram, þar sem hann er mjög virkur að Musk ætti ekki að grínast með að berjast við Pútín. Sá rússneski myndi fara illa með auðjöfurinn. Þá lagði Kadyrov til að Musk æfði sig fyrir mögulegan bardaga í Téténíu. Hann færi í herþjálfun, lærði blandaðar bardagalistir og lærði að nota samfélagsmiðla betur. Musk myndi snúa aftur frá Téténíu breyttur maður. Musk sagði boð Kadyrovs gott og grínaðist með að slík þjálfun myndi veita honum of mikla yfirburði. „Ef hann [Pútín] er of hræddur til að slást, samþykki ég að nota bara vinstri höndina og ég er ekki einu sinni örvhentur,“ sagði Musk, sem skrifaði undir sem Elona en það er nafnið sem Kadyrov gaf honum. Thank you for the offer, but such excellent training would give me too much of an advantage. If he is afraid to fight, I will agree to use only my left hand and I am not even left-handed.Elona— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Kadyrov skrifaði aðra færslu á Telegram í gærkvöldi þar sem hann vísaði í tíst Musks um að hann hefði neitað að loka á rússneska fjölmiðla í gegnum Starlink-netþjónustu SpaceX. Þar skrifaði Kadyrov að burtséð frá öllu gríni, þá bæri hann virðingu fyrir slíkum aðgerðum og að fólk fylgdi sannfæringu sinni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grín og gaman Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Musk hefur í gegnum árin sýnt að hann hefur gaman af því að grínast og jafnvel valda usla á Twitter. Það verður að segjast að erfitt er að fanga fáránleika nýjustu tísta hans í texta og gera honum almennilega skil en á mánudaginn birti Musk tíst þar sem hann skrifaði: „Hér með skora ég á Vladimír Pútin í einvígi.“ Þá sagði hann Úkraínu vera undir. Það er að segja að sigurvegarinn fengi Úkraínu. Því næst „taggaði“ hann Kreml og spurði hvort Pútín tæki þessari áskorun. ? @KremlinRussia_E— Elona Musk (@elonmusk) March 14, 2022 Í kjölfarið svaraði Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunnar Rússlands, Musk með tilvísun í sögu skáldsins Alexander Puskin þar sem hann gerði lítið úr áskorun Musks. Auðjöfurinn svaraði því í gær og sagði Rogozin harðan samningamann og hét honum stærri hlut af mögulegum áhorfstekjum bardaga síns og Pútíns. Samhliða því birti hann myndir af sér með eldvörpu og breytta mynd af Pútín á baki bjarnar. Musk vísaði einnig í bókin Fávitinn eftir Fyodor Dostoevsky, þar sem hann gaf í skyn að Rogozin væri fáviti. I see you are a tough negotiator!Ok, you can have 10% more pay per view money. pic.twitter.com/Nrbkz9IsTP— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Því tísti svaraði Rogozin með skjáskoti af gömlu tísti Musks um að minnst helming tísta sinna skrifaði hann á klósettinu. Yfirmaður Geimvísindastofnunnar Rússlands sagði ríkasta manni jarðarinnar að standa upp af klósettinu og þá gætu þeir talað saman. , , . https://t.co/DiqqDEBgEp pic.twitter.com/1UKJGBMiA3— (@Rogozin) March 15, 2022 Ramzan Kadyrov, harðstjóri Téténíu og náinn bandamaður Pútíns, lét áskorun Musks sig einnig varða. Hann skrifaði á Telegram, þar sem hann er mjög virkur að Musk ætti ekki að grínast með að berjast við Pútín. Sá rússneski myndi fara illa með auðjöfurinn. Þá lagði Kadyrov til að Musk æfði sig fyrir mögulegan bardaga í Téténíu. Hann færi í herþjálfun, lærði blandaðar bardagalistir og lærði að nota samfélagsmiðla betur. Musk myndi snúa aftur frá Téténíu breyttur maður. Musk sagði boð Kadyrovs gott og grínaðist með að slík þjálfun myndi veita honum of mikla yfirburði. „Ef hann [Pútín] er of hræddur til að slást, samþykki ég að nota bara vinstri höndina og ég er ekki einu sinni örvhentur,“ sagði Musk, sem skrifaði undir sem Elona en það er nafnið sem Kadyrov gaf honum. Thank you for the offer, but such excellent training would give me too much of an advantage. If he is afraid to fight, I will agree to use only my left hand and I am not even left-handed.Elona— Elona Musk (@elonmusk) March 15, 2022 Kadyrov skrifaði aðra færslu á Telegram í gærkvöldi þar sem hann vísaði í tíst Musks um að hann hefði neitað að loka á rússneska fjölmiðla í gegnum Starlink-netþjónustu SpaceX. Þar skrifaði Kadyrov að burtséð frá öllu gríni, þá bæri hann virðingu fyrir slíkum aðgerðum og að fólk fylgdi sannfæringu sinni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grín og gaman Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira