Spænsku meistararnir slógu Manchester United úr leik

Atlético Madrid er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Atlético Madrid er á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaun Botterill/Getty Images

Spánarmeistarar Atlético Madrid eru á leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 útisigur gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld.

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli á Spáni og því allt undir þegar liðin mættu til leiks í Manchester í kvöld.

Renan Lodi kom Spánverjunum í forystu stuttu fyrir hálfleikshlé þegar hann skallaði sendingu Antoine Greizmann í netið á 41. mínútu og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Þrátt fyrir að vera meira með boltann í síðari hálfleik tóks heimamönnum í Manchester United ekki að finna jöfnunarmark áður en lokaflautið gall. Niðurstaðan varð því samanlagður 2-1 sigur Atlético Madrid og spænsku meistararnir eru á leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, en United situr eftir með sárt ennið.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira