Talsmenn segja árásina þá stærstu sem gerð hefur verið gegn ísraelskum stjórnvöldum. Þeir telja að annaðhvort ríki eða mjög stór samtök standi að bak við framkvæmd árásarinnar; hún hafi verið af slíkri stærðargráðu. Haaretz greinir frá.
Sérfræðingar telja að um DDos árás hafi verið að ræða en í slíkri árás felst að netkerfi fyrirtækis eða stofnana fær tímabundið yfir sig gríðarlegan fjölda beiðna úr mörgum ólíkum áttum.
Varnarmálastofnun Ísraels hefur lýst yfir neyðarástandi til að kanna umfang og eðli tjónsins og þá sérstaklega hvort viðkvæm gögn hafi komist í hendur óprúttinna aðila.