Þíða í samskiptum Armena og Tyrkja Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 14:01 Armenski utanríkisráðherrann Ararat Mirzoyan og tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu funduðu í Antalya í Tyrklandi um helgina. AP Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009. Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu. Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu.
Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00