Rukka inn á bílastæði í óþökk sveitarfélags Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. mars 2022 21:37 Nú kostar þúsund kall að leggja við Reykjanesvita. vísir/einar Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fordæmir ferðaþjónustufyrirtæki fyrir að rukka gjald inn á bílastæði við Reykjanesvita. Hann segir fyrirtækið hafa svikið loforð um að koma fyrst upp þjónustumiðstöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það. Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már. Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Sú aðferð að rukka fyrir aðgang inn á þekkta ferðamannastaði hefur lengi verið nokkuð umdeild hér á Íslandi. Oft kemur eitthvað í staðinn fyrir gjaldið; því er ætlað að styðja undir viðhald eða þjónustu á svæðinu. Fyrir sex árum var fyrsta skóflustungan tekin að þjónustumiðstöð sem átti að reisa við Reykjanesvita. Þrátt fyrir að ekki sé komin nein þjónustumiðstöð við svæðið eru nú komin þangað gjaldskyld bílastæði og nú kostar þúsund krónur að komast upp að Reykjanesvita á bíl. Þetta er bærinn allt annað en sáttur með. „Nei, þetta er gert í óþökk Reykjanesbæjar eins og þetta er framkvæmt núna. Við samþykktum á sínum tíma áform rekstraraðila um uppbyggingu á þjónustumiðstöð,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjarstjórinn er ekki sáttur með ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora.vísir/einar Ósammála um heimildina Það er ferðaþjónustufyrirtækið Reykjanes Aurora sem sér um svæðið en samkvæmt forsvarsmönnum þess telja þeir sig í fullum rétti samkvæmt samningi til að rukka inn á svæðið. Í leigusamningi fyrirtækisins við landeigendur sem bærinn samþykkti á sínum tíma virðist skýrt kveðið á um þessa heimild. Þar segir meðal annars: „Leigutaka er heimilt að innheimta gjald vegna aðgangs að bílastæðum á svæðinu, fjárhæð ákvarðast af leigutaka hverju sinni“ Bæjarstjórinn er þó á því að talað hafi verið um að reisa þjónustumiðstöðina fyrst. „Við veittum heimild sveitarfélagsins til þess að þarna yrðu innheimt bílastæðagjöld. Við veittum heimild fyrir okkar leyti en með því fororði að þjónustan væri komin,“ segir Kjartan Már. Þó landið sé í einkaeigu hafi bærinn heilmikið að segja um málefni þess en einnig Umhverfisstofnun því náttúruminjar má finna á því. „Við erum með skipulagsvaldið á svæðinu. Þannig að jú við höfum heilmikið um það að segja og erum að mótmæla þessu en hefur því miður ekki orðið ágengt í því enn þá,“ segir Kjartan Már.
Bílastæði Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira