Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2022 07:01 Joel Embiid, Kevin Durant og Seth Curry í leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á aðfaranótt föstudags. Elsa/Getty Images Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira