Úkraínuforseti segir stefnu Rússa birtast í ásökunum þeirra gegn öðrum Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2022 19:21 Zelenskyy segist vera forseti siðmenntaðrar þjóðar sem hvorki eigi né ætli að koma sér upp gereyðingarvopnum. Hann óttast hins vegar að ásakanir Rússa í þeim efnum séu til marks um að þeir hyggist beita efnavopnum í innrás sinni í Úkraínu. AP/forsetaembætti Úkraínu Forseti Úkraínu óttast að ásakanir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum séu undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. Þótt margt bendi til að innrás Rússa í Úkraínu hafi ekki gengið eins hratt fyrir sig og áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir er langt í frá að hún sé máttlítil. Stórskotaliðs- og loftárásir þeirra halda áfram að valda mannfalli, tjóni og skelfingu í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu. Stórskotliðs- og eldflaugaárásir Rússa hafa valdið töluverðu mannfalli og miklum skemmdum á borgum og bæjum í Úkraínu, eins og í Kharkiv.AP/Andrew Marienko Nægir þar að nefna Chernihiv, Sumy og Kharkiv í norður- og austurhluta landsins. Áframhald mikilla átaka í Donetsk og Luhansk í austri sem staðið hafa yfir allt frá árinu 2014. Ekki má gleyma umsátrinu og árásunum á Mariupol í suðaustri þar sem 430 þúsund manns búa við algeran hrylling. Í suðri hafa Rússar náð yfirráðum yfir borgunum Kherson og Mykolaiv og stefna á Odessa. Grafík/Ragnar Visage Í nótt gerðu Rússar síðan loftárásir á Dnipro við samnefnda á og dal þaðan sem eru 480 kílómetrar norður til Kænugarðs, og borgina Lutsk langt vestur af Kænugarði. Þeir hafa aldrei áður gert loftárás svo vestarlega. Úkraína er víðfem eða sex sinnum stærri en Ísland og þar búa fjörtíu milljónir manna.Grafík/Ragnar Visage Það verður aftur á móti ekki auðvelt að hertaka alla Úkraínu sem er mjög stórt land, rúmlega 603 þúsund ferkílómetrar, eða sex sinnum stærri en Ísland. Áhyggjur af efnavopnatali Rússa Rússar hafa gefið í skyn að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum. Zelenskyy Úkraínuforseti segir ásakanirnar segja meira um Rússa en Úkraínumenn sem ættu engin slík vopn og ætluðu sér ekki að komast yfir þau. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum vegna þess að við höfum ítrekað orðið þess vör að ef þú vilt komast að stefnu Rússa, skaltu kynna þér ásakanir þeirra á hendur öðrum,“ segir Zelenskyy. Boris Johnson tekur undir með Zelenskyy um að Rússar leiki gjarnan þann leik að saka andstæðinga sína um að stunda óhæfuverk sem þeir stundi og skipuleggi sjálfir.AP/Czarek Sokolowski Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tekur í sama streng. Rússar hermi eigin gjörðir upp á aðra í lygaherferðum sínum. „Við sáum það gerast í Sýrlandi og jafnvel hér í Bretlandi.“ Reiknar þú með að það gerist næst? „Þetta er lýsing á því hvernig þeir eru. Þeir eru nú þegar að þessu. Þetta er kaldrifjuð og villimannsleg stjórn,“ segir Johnson í viðtali. Mótspyrna Úkraínuhers hefur komið Rússum í opna skjöldu.AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Úkraínu til nágrannaríkjanna í vestri. Nú er talið að um eða yfir 2,4 milljónir hafi flúið landið. Biden segir Putin hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman á öðrum degi fundar síns um Úkraínu í Frakklandi í dag. Þeir lofa Úkraínumönnum auknum fjármunum í neyðaraðstoð og til vopnakaupa og að aðildarumsókn þeirra að sambandinu fái eins skjóta afgreiðslu og hægt er. Það var kært með einræðisherrunum Alexander Lukashenka og Vladimir Putin forsetum Hvítarússlands og Rússlands þegar þeir hittust í Moskvu í dag.AP/Mikhail Klimentyev Á sama tíma ræðir Putin við hershöfðingja sína um að senda 16 þúsund erlenda málaliða, aðallega frá Sýrlandi, til Úkraínu og segir best ef ekki þurfi að greiða þeim laun. Putin fundar einnig með þeim örfáu vinum sem hann á í hópi erlendra þjóðarleiðtoga, eins og Alexander Lukashenka forseta Hvítarússlands í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin forseta Rússlands hafa reiknað með sundruðum Vesturlöndum og NATO ríkjum.AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir einingu Vesturlanda hafa komið Putin á óvart. „Putin reiknaði með sundruðu Atlantshafsbandalagi, sundruðum Vesturlöndum og í hreinskilni sagt sundruðum Bandaríkjum. En ekkert af því gekk eftir. Þess í stað mætir hann enn sameinaðri, kraftmeiri og áræðnari NATO og Vesturlöndum en hann hefði nokkru sinni getað órað fyrir,“ segir Joe Biden. Farið var yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. 11. mars 2022 13:00 Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. 11. mars 2022 12:20 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn færast nær sigri Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11. mars 2022 06:49 Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 06:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Þótt margt bendi til að innrás Rússa í Úkraínu hafi ekki gengið eins hratt fyrir sig og áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir er langt í frá að hún sé máttlítil. Stórskotaliðs- og loftárásir þeirra halda áfram að valda mannfalli, tjóni og skelfingu í borgum og bæjum víðs vegar um Úkraínu. Stórskotliðs- og eldflaugaárásir Rússa hafa valdið töluverðu mannfalli og miklum skemmdum á borgum og bæjum í Úkraínu, eins og í Kharkiv.AP/Andrew Marienko Nægir þar að nefna Chernihiv, Sumy og Kharkiv í norður- og austurhluta landsins. Áframhald mikilla átaka í Donetsk og Luhansk í austri sem staðið hafa yfir allt frá árinu 2014. Ekki má gleyma umsátrinu og árásunum á Mariupol í suðaustri þar sem 430 þúsund manns búa við algeran hrylling. Í suðri hafa Rússar náð yfirráðum yfir borgunum Kherson og Mykolaiv og stefna á Odessa. Grafík/Ragnar Visage Í nótt gerðu Rússar síðan loftárásir á Dnipro við samnefnda á og dal þaðan sem eru 480 kílómetrar norður til Kænugarðs, og borgina Lutsk langt vestur af Kænugarði. Þeir hafa aldrei áður gert loftárás svo vestarlega. Úkraína er víðfem eða sex sinnum stærri en Ísland og þar búa fjörtíu milljónir manna.Grafík/Ragnar Visage Það verður aftur á móti ekki auðvelt að hertaka alla Úkraínu sem er mjög stórt land, rúmlega 603 þúsund ferkílómetrar, eða sex sinnum stærri en Ísland. Áhyggjur af efnavopnatali Rússa Rússar hafa gefið í skyn að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum. Zelenskyy Úkraínuforseti segir ásakanirnar segja meira um Rússa en Úkraínumenn sem ættu engin slík vopn og ætluðu sér ekki að komast yfir þau. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum vegna þess að við höfum ítrekað orðið þess vör að ef þú vilt komast að stefnu Rússa, skaltu kynna þér ásakanir þeirra á hendur öðrum,“ segir Zelenskyy. Boris Johnson tekur undir með Zelenskyy um að Rússar leiki gjarnan þann leik að saka andstæðinga sína um að stunda óhæfuverk sem þeir stundi og skipuleggi sjálfir.AP/Czarek Sokolowski Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tekur í sama streng. Rússar hermi eigin gjörðir upp á aðra í lygaherferðum sínum. „Við sáum það gerast í Sýrlandi og jafnvel hér í Bretlandi.“ Reiknar þú með að það gerist næst? „Þetta er lýsing á því hvernig þeir eru. Þeir eru nú þegar að þessu. Þetta er kaldrifjuð og villimannsleg stjórn,“ segir Johnson í viðtali. Mótspyrna Úkraínuhers hefur komið Rússum í opna skjöldu.AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá Úkraínu til nágrannaríkjanna í vestri. Nú er talið að um eða yfir 2,4 milljónir hafi flúið landið. Biden segir Putin hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman á öðrum degi fundar síns um Úkraínu í Frakklandi í dag. Þeir lofa Úkraínumönnum auknum fjármunum í neyðaraðstoð og til vopnakaupa og að aðildarumsókn þeirra að sambandinu fái eins skjóta afgreiðslu og hægt er. Það var kært með einræðisherrunum Alexander Lukashenka og Vladimir Putin forsetum Hvítarússlands og Rússlands þegar þeir hittust í Moskvu í dag.AP/Mikhail Klimentyev Á sama tíma ræðir Putin við hershöfðingja sína um að senda 16 þúsund erlenda málaliða, aðallega frá Sýrlandi, til Úkraínu og segir best ef ekki þurfi að greiða þeim laun. Putin fundar einnig með þeim örfáu vinum sem hann á í hópi erlendra þjóðarleiðtoga, eins og Alexander Lukashenka forseta Hvítarússlands í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin forseta Rússlands hafa reiknað með sundruðum Vesturlöndum og NATO ríkjum.AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir einingu Vesturlanda hafa komið Putin á óvart. „Putin reiknaði með sundruðu Atlantshafsbandalagi, sundruðum Vesturlöndum og í hreinskilni sagt sundruðum Bandaríkjum. En ekkert af því gekk eftir. Þess í stað mætir hann enn sameinaðri, kraftmeiri og áræðnari NATO og Vesturlöndum en hann hefði nokkru sinni getað órað fyrir,“ segir Joe Biden. Farið var yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Úkraína Tengdar fréttir Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. 11. mars 2022 13:00 Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. 11. mars 2022 12:20 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn færast nær sigri Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11. mars 2022 06:49 Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 06:20 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. 11. mars 2022 13:00
Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. 11. mars 2022 12:20
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn færast nær sigri Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11. mars 2022 06:49
Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 06:20