Hélt Ísaki utan hóps en fannst hann magnaður í gær Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson var óheppinn að skora ekki annað mark í leiknum eftir að hafa leikið framhjá markverði PSV en skotið var varið af varnarmanni á marklínunni. Getty/Ulrik Pedersen Ísak Bergmann Jóhannesson fékk hrós frá þjálfara FC Kaupmannahafnar eftir að hafa loksins í gær fengið að spila sinn fyrsta keppnisleik með liðinu á þessu ári. Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni. Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni.
Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjá meira
86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31
Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26