Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 07:30 James Harden og Kevin Durant voru liðsfélagar þar til í febrúar að Harden skipti yfir til Philadelphia. Durant var frábær í gærkvöld en Harden náði sér engan veginn á strik. AP/Matt Slocum Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum. Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti. NBA Körfubolti Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Stuðningsmenn 76ers hreyttu fúkyrðum í Ben Simmons þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll, bauluðu á hann og kyrjuðu allir saman „til fjandans með Ben Simmons“. F--k Ben Simmons chants in Philly pic.twitter.com/lficDU2pOw— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Þegar leið á leikinn voru stuðningsmennirnir hins vegar farnir að baula á eigið lið sem átti ekki möguleika gegn Brooklyn og tapaði 129-100. Gestirnir höfðu komist í 72-51 í fyrri hálfleik og náðu mest 32 stiga forskoti í þriðja leikhluta. „Við lítum allir á Ben sem bróður okkar,“ sagði Kevin Durant sem skoraði 34 stig fyrir Brooklyn. „Við vissum að hér yrði fjandsamlegt andrúmsloft. Það er hins vegar erfitt að baula á Ben Simmons þegar þú ert að tapa svona stórt,“ sagði Durant sem sjálfur átti orðastað við Joel Embiid eftir átök þeirra á milli. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Simmons tók engan þátt í leiknum en hann er enn að jafna sig af bakmeiðslum og hefur ekki spilað fyrir Brooklyn eftir að hafa verið skipt þangað fyrir James Harden í febrúar. Brooklyn fékk Seth Curry með í skiptunum og hann bætti við 24 stigum gegn sínu gamla liði, og Kyrie Irving skoraði 22 stig. James Harden klikkaði á 14 af 17 skotum sínum úr opnum leik og skoraði aðeins 11 stig. Þetta var fyrsta tap Philadelphia í þeim sex leikjum sem liðið hefur spilað með Harden innanborðs. Brooklyn er eftir sigurinn í 8. sæti austurdeildar með 34 sigra og 33 töp en miðað við leikinn í gær vill ekkert af liðunum í efri hlutanum lenda gegn liðinu í úrslitakeppninni. Philadelphia er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. Curry komst yfir 20.000 stiga múrinn Stephen Curry náði enn einum áfanganum í gærkvöld þegar hann rauf 20.000 stiga múrinn í NBA-deildinni, með einum af sínum fallegu þristum í 113-102 sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets. Curry er í 49. sæti yfir flest stig frá upphafi í NBA-deildinni en mun eflaust færa sig upp um tvö sæti á næstunni og gæti vel átt eftir að komast lengra upp. Hann skoraði alls 34 stig í gær og tók 9 fráköst en Nikola Jokic skoraði 23 fyrir Denver, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Golden State er með sigrinum jafnt Memphis Grizzlies í 2.-3. sæti vesturdeildarinnar en Denver er í 6. sæti.
NBA Körfubolti Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn