Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 21:01 Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01