Innlent

Skrifuðu undir nýjan kjara­samning grunn­skóla­kennara

Atli Ísleifsson skrifar
Kjarasamningurinn sem skrifað var undir í desember var kolfelldur í atkvæðagreiðslu.
Kjarasamningurinn sem skrifað var undir í desember var kolfelldur í atkvæðagreiðslu. Vísir/Vilhelm

Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu snemma í morgun undir nýjan kjarasamning.

Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins. Þar segir að gildistími hins nýja kjarasamnings sé frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

„Nýr kjarasamningur fer nú í kynningu meðal félagsmanna Félags grunnskólakennara og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 18. mars 2022.

Forysta Félags grunnskólakennara heldur kynningarfundi um land allt og verða þeir auglýstir síðar ásamt upplýsingum um atkvæðagreiðsluna,“ segir í tilkynningunni.

Kolfelldur síðast

Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir í lok desember. 

Nei sögðu 73,71 prósent en já sögðu 24,82 prósent. Hófust þá viðræður á ný sem hefur þá skilað sér í þessum nýja samningi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×