Guardiola: Man. City óttast ekki ensku liðin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 10:00 Pep Guardiola ræðir hér við táninginn James McAtee sem fékk að spreyta sig í Meistaradeildinni í gær. AP/Dave Thompson Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir lið sitt ekki óttast það að mæta liði úr ensku úrvalsdeildinni þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira