Guardiola: Man. City óttast ekki ensku liðin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 10:00 Pep Guardiola ræðir hér við táninginn James McAtee sem fékk að spreyta sig í Meistaradeildinni í gær. AP/Dave Thompson Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir lið sitt ekki óttast það að mæta liði úr ensku úrvalsdeildinni þegar dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Manchester City hefur verið slegið út úr Meistaradeildinni af ensku liði þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. City-menn fóru örugglega áfram í átta liða úrslitin þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting Lissabon í gær þökk sé 5-0 stórsigri í fyrri leiknum í Portúgal. Þetta er fimmta árið í röð sem City fer svo langt í keppninni. REPORT: Manchester City are through to a 5th straight Champions League quarter-final after a 0-0 draw with Sporting CP confirmed a 5-0 aggregate triumph...#UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 9, 2022 Liverpool verður einnig í hattinum og þar gætu líka verið lið Manchester United og Chelsea ef þeim tekst að slá út Atletico Madrid og Lille í næstu viku. Manchester City tapaði á móti Liverpool 2018, á móti Tottenham 2019 og svo í úrslitaleiknum á móti Chelsea í fyrra. Guardiola var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann vildi forðast það að mæta ensku liði í átta liða úrslitunum. „Ég myndi segja nei,“ sagði Pep Guardiola en ESPN sagði frá. „Þetta er erfitt fyrir þau og fyrir okkur líka. Þetta er líka erfitt fyrir liðin frá öðrum löndum,“ sagði Guardiola. Through to the last 8 #ManCity #UCL pic.twitter.com/0gs3zbpmQY— Manchester City (@ManCity) March 9, 2022 „Við erum komnir í átta liða úrslit og munum undirbúa okkur vel. Við sjáum síðan á föstudaginn í næstu viku hverjum við lendum á móti. Það er heiður að vera kominn svo langt því mörg mikilvæg félög eru úr leik,“ sagði Guardiola. Fjögur lið eru komin áfram því auk Manchester City og Liverpool eru Bayern Münhcen og Real Madrid líka búin að tryggja það að þau verða í hattinum þegar dregið verður eftir rúma viku. „Þessi fjögur lið sem eru þegar komin áfram eru alls ekki slæm. Nú erum við aftur komnir í átta liða úrslitin með átta bestu liðum Evrópu. Ég hef lært að njóta slíkra stunda. Ég fagna þeim því ég veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að komast í gegnum alla mótherja,“ sagði Guardiola. „Nú er kominn tími á að óska öllum til hamingju, einbeita okkur að ensku úrvalsdeildinni og svo munum við sjá í næstu viku hvaða lið kemur upp úr pottinum,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira