Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2022 23:43 Endurance er tiltölulega heillegt, miðað við að það sökk fyrir hundrað árum. AP/Falklands Maritime Heritage Trust/National Georgraphic Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916. Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916.
Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira