Maðurinn látinn sem fékk grætt í sig svínshjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 15:31 Hjartaskurðlæknirinn Barthley Griffith og hjartaþeginn David Bennett. University of Maryland School of Medicine Fyrsta manneskjan í heiminum til að fá svínshjarta grætt í sig er látin. David Bennett, sem glímdi við banvænan hjartasjúkdóm, lifði í tvo mánuði eftir að hjartað var grætt í hann í skurðaðgerð í Bandaríkjunum. BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“ Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
BBC greinir frá og hefur eftir læknum Bennett í Baltimore að ástand hans hafi byrjað að versna fyrir nokkrum dögum. Hann lést í gær 57 ára. Átta tíma aðgerð Skurðaðgerðin fór fram þann 7. janúar og var hún talin marka tímamót í læknavísindunum. Hún tók átta klukkustundir og var líðan Bennett með ágætum að henni lokinni. „Það býr til púls, það skapar þrýsting; það er hjartað hans,“ sagði Bartley Griffith, hjartalæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina. „Það gengur og lítur eðlilega út. Við erum gríðarlega ánægð en vitum ekki hvað gerist á morgun. Þetta hefur aldrei áður verið gert.“ Annaðhvort aðgerð eða dauði Bennett ákvað að slá til þegar Griffith leitaði til hans með hugmyndina. Bennett þjáðist af hjartasjúkdóm sem hefði leitt hann til dauða. Allar aðrar meðferðir voru fullreyndar og Bennett svo veikur að útilokað var að hann fengi líffæri úr manni. „Það var annað hvort að deyja eða gangast undir þessa aðgerð,“ sagði Bennett fyrir aðgerðina. „Ég vil lifa. Ég veit að þetta er áhættusamt en fyrir mig er þetta lokaúrræðið.“ Dyr að opnast en langur vegur eftir David Klassen, líffæraskurðlæknir og yfirlæknir United Network for Organ sharing, sagði í viðtali við New York Yimes í janúar að dyr væru að opnast sem hann teldi að myndu leiða til stórfelldra breytinga í því hvernig líffærabilanir yrðu meðhöndlaðar. Hann varaði þó við því að enn ætti eftir að yfirstíga margar hindranir og benti á að oftsinnis hafni líffæraþegar nýjum líffærum jafnvel þótt þau séu úr manneskju og hafi verið metinn þannig að þau hæfðu þeganum. „Það er mikið gert úr svona viðburðum í fjölmiðlum og það er mikilvægt að horfa á þetta í samhengi,“ sagði Klassen. „Það tekur langan tíma að fullþróa meðferð sem þessa.“
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. 11. janúar 2022 07:14