„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2022 22:32 Vilhjálmur Egilsson er formaður starfshópsins sem vann skýrsluna. vísir/vilhelm Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira