LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2022 19:36 LME er alþjóðleg kauphöll fyrir viðskipti með málma. Þegar talað er um heimsmarkaðsverð hinna ýmsu málma, til dæmis áls, er verið að tala um verðið í LME. Á myndinni má sjá nikkelnámu í Finnlandi. London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira